Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 20:55 Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters. Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar veita Erdoğan töluvert meiri völd en hann hafði áður og segir hann að skýr meirihluti hafi stutt breytingarnar. Stjórnarandstaðan vill endurtalningu og telja að brögðum hafi verið beitt. Erdoğan ávarpaði þjóðina þegar 99% atkvæða höfðu verið talin. Kjörnefnd hefur nú staðfest að meirihluti kjósenda hafi kosið með breytingunni. 51,37% kjósenda kusu með breytingunum en 48,63% kusu gegn þeim. Alls kusu um 47,5 milljónir manns. Í ávarpinu óskaði hann eftir því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði virt. Þá viðraði hann einnig þann möguleika að haldin yrði atkvæðagreiðsla um hvort Tyrkir myndu taka upp dauðarefsingu á ný. „Í dag hefur Tyrkland tekið sögulega ákvörðun,“ sagði Erdoğan meðal annars. „Með krafti fólksins höfum við hrint í framkvæmt mikilvægustu breytingunni í sögu landsins okkar.“Völd forseta aukin á kostnað þingsins Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem fela í sér grundvallar breytingar á stjórnskipun landsins. Embætti forsætisráðherra verður lagt niður og völd forsetans verða aukin á kostnað þingsins. Þannig mun Erdoğan hafa forræði yfir fjárlögum Tyrklands, mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt bæði saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu véfengt að slíkar breytingar á stjórnarskránni væru nauðsynlegar, en Erdoğan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi landsins, níu mánuðum eftir valdaránstilraunina í júlí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan telur breytingarnar fela í sér of mikið vald forseta og hafa nú þegar krafist þess að 60% atkvæða verði endurtalinvegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Íbúar í Istanbúl eru þegar farnir að streyma á götur út til að mótmæla niðurstöðunum, samkvæmt frétt Reuters.
Tengdar fréttir Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02 Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Kjörstöðum lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hafin Kjörstaðir hafa lokað í Tyrklandi og talning atkvæða hefur hafist. 16. apríl 2017 15:02
Kosið um forsetaræði í Tyrklandi Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd. 16. apríl 2017 10:20
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37