Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. apríl 2017 06:00 Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð. vísir/ernir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það væri óeðlilegt ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðum. Sem kunnugt er náði Jón Þór kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands.Jón Þór Ólafsson starfaði meðal annars sem stöðumælavörður eftir að hann hætti á þingi.VÍSIR/VILHELM„Það er konan mín sem leigir íbúðina en ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ segir Jón Þór. Á kjördag síðasta haust kvað kjararáð upp úrskurð um kjör þingmanna en laun þeirra eru rúmlega 1,1 milljón króna. Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. „Eftir að ég komst á þing aftur vorum við ekkert að spá í því að róta upp fjölskyldunni. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að vera lengi á þingi,“ segir Jón Þór. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu. Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ „Tekjur maka eru ekki teknar með í reikninginn eins og úthlutunarreglurnar eru núna,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS). Hún segir að ákvarðanir um breytingar á úthlutunarreglunum séu teknar af stjórn FS. Við þá vinnu sé haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Röskva vann stórsigur í kosningunum til Stúdentaráðs í upphafi febrúar en nýtt ráð tók við á dögunum. Fyrsti fundur ráðsins eftir skiptafund er á dagskránni næsta þriðjudag. „Þetta er komið inn á borð til okkar í Stúdentaráði og verður til umræðu á næstu fundum ráðsins,“ segir Ási Þórðarson, varaformaður SHÍ. „Við munum m.a. fá erindi frá FS um úthlutunarreglurnar og ráðið mun taka það til umræðu hvort, og þá að hvaða leyti, tilefni sé til breytinga á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það væri óeðlilegt ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðum. Sem kunnugt er náði Jón Þór kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands.Jón Þór Ólafsson starfaði meðal annars sem stöðumælavörður eftir að hann hætti á þingi.VÍSIR/VILHELM„Það er konan mín sem leigir íbúðina en ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ segir Jón Þór. Á kjördag síðasta haust kvað kjararáð upp úrskurð um kjör þingmanna en laun þeirra eru rúmlega 1,1 milljón króna. Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. „Eftir að ég komst á þing aftur vorum við ekkert að spá í því að róta upp fjölskyldunni. Ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að vera lengi á þingi,“ segir Jón Þór. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu. Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ „Tekjur maka eru ekki teknar með í reikninginn eins og úthlutunarreglurnar eru núna,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS). Hún segir að ákvarðanir um breytingar á úthlutunarreglunum séu teknar af stjórn FS. Við þá vinnu sé haft samráð við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Röskva vann stórsigur í kosningunum til Stúdentaráðs í upphafi febrúar en nýtt ráð tók við á dögunum. Fyrsti fundur ráðsins eftir skiptafund er á dagskránni næsta þriðjudag. „Þetta er komið inn á borð til okkar í Stúdentaráði og verður til umræðu á næstu fundum ráðsins,“ segir Ási Þórðarson, varaformaður SHÍ. „Við munum m.a. fá erindi frá FS um úthlutunarreglurnar og ráðið mun taka það til umræðu hvort, og þá að hvaða leyti, tilefni sé til breytinga á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“