Þurfa að byggja 1250 íbúðir á ári næstu fimm ár meðal annars vegna Airbnb Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 14:06 Borgarstjóri kynnti áætlunina í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. vísir/gva Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Áætlunin verður rædd á borgarstjórnarfundi í dag en á blaðamannafundinum sagði borgarstjóri að hann teldi áætlunina bæði róttæka og félagslega þenkjandi en einnig stórhuga. Áður hafði verið stefnt að því að byggja um 700 íbúðir á ári næstu fimm ár en í máli Dags kom fram að vegna fjölgunar starfa og áhrifa íbúðagistingar metur borgin það nú sem svo að byggja þurfi 1.250 íbúðir á ári til að mæta þörfinni. Að því er fram kemur í áætluninni eru nú 2.577 íbúðir á byggingarsvæðum sem er á framkvæmdastigi. Alls eru 2.750 íbúðir á samþykktu deiliskipulagi, 4.177 íbúðir í formlegu skipulagsferli og 9.355 íbúðir á þróunarsvæðum sem eru í skoðun eða undirbúningi. Í áætluninni er lögð áhersla á uppbyggingu leigu-og búseturéttaríbúða án hagnðarsjónarmiða í samvinnu við leigu-og búseturéttarfélög. Um er að ræða 1.000 íbúðir sem byggðar eru í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 stúdentaíbúðir, 450 búseturéttaríbúðir og 450 íbúðir eldri borgara. Þá á að byggja 105 hjúkrunarrými, yfir 100 sértæk búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og yfir 600 íbúðir í Félagsbústöðum.Nánar má lesa um húsnæðisáætlunina hér og fylgjast með umræðum um hana í borgarstjórn hér. Tengdar fréttir Ríkið setji hömlur á hækkun leiguverðs og reki eigin leigufélög "Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata. 22. mars 2017 15:54 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Næstum sjö af hverjum tíu vilja takmörk á leigu ferðamannaíbúða Formaður borgarráðs segir mikla umræðu um aðgerðir hafa farið fram í borgarkerfinu. 28. mars 2017 06:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti drög að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Áætlunin verður rædd á borgarstjórnarfundi í dag en á blaðamannafundinum sagði borgarstjóri að hann teldi áætlunina bæði róttæka og félagslega þenkjandi en einnig stórhuga. Áður hafði verið stefnt að því að byggja um 700 íbúðir á ári næstu fimm ár en í máli Dags kom fram að vegna fjölgunar starfa og áhrifa íbúðagistingar metur borgin það nú sem svo að byggja þurfi 1.250 íbúðir á ári til að mæta þörfinni. Að því er fram kemur í áætluninni eru nú 2.577 íbúðir á byggingarsvæðum sem er á framkvæmdastigi. Alls eru 2.750 íbúðir á samþykktu deiliskipulagi, 4.177 íbúðir í formlegu skipulagsferli og 9.355 íbúðir á þróunarsvæðum sem eru í skoðun eða undirbúningi. Í áætluninni er lögð áhersla á uppbyggingu leigu-og búseturéttaríbúða án hagnðarsjónarmiða í samvinnu við leigu-og búseturéttarfélög. Um er að ræða 1.000 íbúðir sem byggðar eru í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 stúdentaíbúðir, 450 búseturéttaríbúðir og 450 íbúðir eldri borgara. Þá á að byggja 105 hjúkrunarrými, yfir 100 sértæk búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og yfir 600 íbúðir í Félagsbústöðum.Nánar má lesa um húsnæðisáætlunina hér og fylgjast með umræðum um hana í borgarstjórn hér.
Tengdar fréttir Ríkið setji hömlur á hækkun leiguverðs og reki eigin leigufélög "Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata. 22. mars 2017 15:54 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Næstum sjö af hverjum tíu vilja takmörk á leigu ferðamannaíbúða Formaður borgarráðs segir mikla umræðu um aðgerðir hafa farið fram í borgarkerfinu. 28. mars 2017 06:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Ríkið setji hömlur á hækkun leiguverðs og reki eigin leigufélög "Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata. 22. mars 2017 15:54
Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50
Næstum sjö af hverjum tíu vilja takmörk á leigu ferðamannaíbúða Formaður borgarráðs segir mikla umræðu um aðgerðir hafa farið fram í borgarkerfinu. 28. mars 2017 06:00