Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2017 18:50 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira