Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2017 18:50 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira