Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2017 18:50 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira