Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 07:41 Að minnsta kosti 72 fórust í árásinni, þar af 20 börn. Vísir/AFP Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. Að minnsta kosti 72 fórust í árásinni, þar af 20 börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, brást við yfirlýsingu Rússa. „Öll þau gögn sem ég hef séð benda til að þetta hafi verið stjórn Assad,“ sagði Johnson og átti þá við Bashar Assad, forseta Sýrlands. Bandaríkin hafa einnig haldið því fram að sýrlensk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Damascus vísa því á bug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna árásanna í gær að ósk Bretlands og Frakklands. Matthew Rycroft, sendiherra Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar, sagði árásirnar ekki boða gott fyrir frið í Sýrlandi. „Þetta er greinilega stríðsglæpur og ég krefst þess að þeir meðlimir Öryggisráðsins sem hafa áður neitað að verja þá varnarlausu að endurskoða afstöðu sína.“ Sagði Rycroft við blaðamenn í New York. Þá tekur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem fram fer í Brussel. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Stuðningur við framtíð Sýrlands og nágrannaríki þess“ er haldin á vegum Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bretlandi, Katar, Kúveit, Noregs og Þýskalands. „Í ljósi þess að alþjóðasamfélagið er að koma saman á morgun til að ræða ástandið í Sýrlandi og viðbrögð við því, eru skelfilegar fréttir sem berast frá Sýrlandi um enn eina árás á óbreytta borgara; árás þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt,“ segir Guðlaugur Þór á vef utanríkisráðuneytisins. Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. Að minnsta kosti 72 fórust í árásinni, þar af 20 börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, brást við yfirlýsingu Rússa. „Öll þau gögn sem ég hef séð benda til að þetta hafi verið stjórn Assad,“ sagði Johnson og átti þá við Bashar Assad, forseta Sýrlands. Bandaríkin hafa einnig haldið því fram að sýrlensk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Damascus vísa því á bug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna árásanna í gær að ósk Bretlands og Frakklands. Matthew Rycroft, sendiherra Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar, sagði árásirnar ekki boða gott fyrir frið í Sýrlandi. „Þetta er greinilega stríðsglæpur og ég krefst þess að þeir meðlimir Öryggisráðsins sem hafa áður neitað að verja þá varnarlausu að endurskoða afstöðu sína.“ Sagði Rycroft við blaðamenn í New York. Þá tekur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem fram fer í Brussel. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Stuðningur við framtíð Sýrlands og nágrannaríki þess“ er haldin á vegum Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bretlandi, Katar, Kúveit, Noregs og Þýskalands. „Í ljósi þess að alþjóðasamfélagið er að koma saman á morgun til að ræða ástandið í Sýrlandi og viðbrögð við því, eru skelfilegar fréttir sem berast frá Sýrlandi um enn eina árás á óbreytta borgara; árás þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt,“ segir Guðlaugur Þór á vef utanríkisráðuneytisins.
Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00