Erlent

Fjölmenn mótmæli gegn Zuma á götum í Suður-Afríku

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælin hafa meðal annars átt sér stað í Höfðaborg, Durban og höfuðborginni Pretoríu.
Mótmælin hafa meðal annars átt sér stað í Höfðaborg, Durban og höfuðborginni Pretoríu. Vísir/EPA
Fjölmenn mótmæli eru nú á götum borga í Suður-Afríku gegn forsetanum Jacob Zuma og er afsagnar hans krafist. Mótmælin hafa meðal annars átt sér stað í Höfðaborg, Jóhannesarborg, Durban og höfuðborginni Pretoríu.

Zuma vék nýverið virtan fjármálaráðherra landsins úr embætti sem leiddi síðar til þess að lánshæfismat landsins var lækkað í ruslflokk.

Fjölmennir hópar hafa þó einnig haldið út á götu til að lýsa yfir stuðningi við forsetann.

Zuma hefur verið undir miklum þrýstingi að undanförnu og hafa hópar nátengdir stjórnarflokknum ANC krafist afsagnar Zuma. Stjórn flokksins stendur þó þétt við baki á forsetanum.

Fjölmennt lið lögreglu hefur verið með mikinn viðbúnað við höfuðstöðvar ANC í Jóhannesarborg. Annars staðar í borginni hefur lögregla meðal annars þurft að beita táragasi og skotið gúmmíkúlum í átt að mótmælendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×