Kári: Nú er bara að vinna Króata Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:25 Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08