Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2017 22:08 „Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
„Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02