Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:12 Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!" HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur fyrir okkur og að fá þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í. Að skora var svo bara frábært," sagði Björn í samtali við íþróttadeild 365 í leikslok. „Þetta var ekki fallegur leikur, en við unnum þetta á baráttunni og liðsandanum. Mér fannst við standa saman og eiga þetta skilið." Björn segir að þeir hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði mikil barátta og Björn var sáttur við framlag framherjana. „Við vissum þetta fyrir leikinn að þetta yrði vinnsla allan leikinn og svo er ég auðvitað í miðju undirbúningstímabili núna þannig að ég var alveg búinn þegar ég fór útaf."Þessi treyja verður sannarlega minjagripur.Vísir/E. Stefán„Mér fannst við Viðar vera duglegir þarna frammi og ég gerði mitt," en missti hann aldrei sjónar á boltanum þegar hann fylgdi á eftir skoti Gylfa og skoraði sitt fyrsta mark? Sjá einnig: Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið „Nei, ég sá skotið hjá Gylfa og ég vonaði að það færi inn, en ég var alltaf klár. Þú veist að Gylfi skýtur á fjær þarna þá ertu kominn og pikkar honum inn." Þessi sigur var gífurlega mikilvægur fyrir liðið og stöðuna í riðlinum, en Björn segir að leikmenn ætli að fara sér hægt í framhaldinu. „Við tökum einn dag í einu. Við tökum næsta leik í júní og það verður stórleikur. Við gerum okkar besta," en liðið mætir Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Blaðamaður Vísis gat ekki sleppt Birni án þess að spyrja hann út í stafsetningarvilluna á búningi hans. Það var einu s-i ofaukið á búningnum - þar sem stóð Sigurðarsson en átti auðvitað að vera Sigurðarson. „Ég tók ekki eftir því," sagði Björn Bergmann og hló mikið: „Ég tek hana með mér heim!"
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08