Utangarðsmenn dáið í nágrenni gistiskýlisins á Lindargötu að undanförnu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2017 19:45 Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn. Einn af skjólstæðingum skýlisins féll á aldraða móður hans með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði. Dæmi eru um að skjólstæðingar skýlisins hafi andast í nágrenni við skýlið að undanförnu. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Elín Magnúsdóttir, sem 86 ára, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heima á Lindargötu 59 en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Fleiri nágrannar eru ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að venda. Mennirnir séu mjög illa á sig komnir margir hverjir, með læti og gerir þarfir sínar í garða nágrannanna. Undir þetta tekur starfsmaður dvalarheimilis fyrir aldraða á Lindargötu.Sjá einnig: Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna Þá hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að þeir ógni nágrönnum. „Það var þannig að móðir mín fór út að ganga í sinn daglega göngutúr hér í hverfinu. Þegar hún var að labba hér hjá tröppum þá sat þar dauðadrukkinn maður og hann spratt upp og féll á hana með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði og átti í því í langan tíma,“ segir Einar Örn Gunnarsson. Eftir atvikið, sem átti sér stað árið 2015, tók við langt ferli og var móðir Einars á spítala í 8 vikur. Eftir að þetta gerðist er móðir Einars mjög hrædd að fara ein út að ganga.Skjólstæðingar á kvöldin en gaddurinn á daginn „Við erum líka mjög smeykt vitandi af henni úti að ganga undir þessum kringumstæðum og með þá vissu að hér séu dauðadrukknir menn, sem eru viti sínu fjær, að vandra um hverfið og eru til alls vísir. Einar segir að Reykjavíkurborg verði að bregðast við. „Maður veltir fyrir sér hver er ábyrgð borgarinnar að bjóða eldri borgurum upp á það að hafa þessa starfsemi hér við hliðina. Að velja gistiskýlinu stað við hliðina á vernduðum þjónustuíbúðum,“ segir Einar. „Mér finnst líka vítavert beinlínis það að borgin lítur á þessa menn sem skjólstæðinga sína yfir hánóttina meðan þeir sofa en um morguninn um leið og þeir vakna þá er þeim hent út á guð og gaddinn. Þá blasir við að íbúar hér þurfa að axla ábyrgðina. Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður gistiskýlisins segir í samtali við fréttastofu, að hann skilji áhyggjur nágrannanna og að verið sé að vinna að lausn. Ástandið sé slæmt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þó nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Til að mynda andaðist einn á Vitatorgi í byrjun árs og annar í hjólageymslu á stúdentagörðunum á Lindargötu í fyrra. Í báðum tilfellunum olli áfengiskrampi dauðanum. Tengdar fréttir Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Sonur 87 ára konu sem býr við Lindargötu segir vítavert að Reykjavíkurborg axli ekki ábyrgð á skjólstæðingum gistiskýlis í götunni allan sólarhringinn. Einn af skjólstæðingum skýlisins féll á aldraða móður hans með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði. Dæmi eru um að skjólstæðingar skýlisins hafi andast í nágrenni við skýlið að undanförnu. Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Elín Magnúsdóttir, sem 86 ára, að hún væri hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Hún á heima á Lindargötu 59 en við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Fleiri nágrannar eru ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar utangarðsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi í engin hús að venda. Mennirnir séu mjög illa á sig komnir margir hverjir, með læti og gerir þarfir sínar í garða nágrannanna. Undir þetta tekur starfsmaður dvalarheimilis fyrir aldraða á Lindargötu.Sjá einnig: Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna Þá hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að þeir ógni nágrönnum. „Það var þannig að móðir mín fór út að ganga í sinn daglega göngutúr hér í hverfinu. Þegar hún var að labba hér hjá tröppum þá sat þar dauðadrukkinn maður og hann spratt upp og féll á hana með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði og átti í því í langan tíma,“ segir Einar Örn Gunnarsson. Eftir atvikið, sem átti sér stað árið 2015, tók við langt ferli og var móðir Einars á spítala í 8 vikur. Eftir að þetta gerðist er móðir Einars mjög hrædd að fara ein út að ganga.Skjólstæðingar á kvöldin en gaddurinn á daginn „Við erum líka mjög smeykt vitandi af henni úti að ganga undir þessum kringumstæðum og með þá vissu að hér séu dauðadrukknir menn, sem eru viti sínu fjær, að vandra um hverfið og eru til alls vísir. Einar segir að Reykjavíkurborg verði að bregðast við. „Maður veltir fyrir sér hver er ábyrgð borgarinnar að bjóða eldri borgurum upp á það að hafa þessa starfsemi hér við hliðina. Að velja gistiskýlinu stað við hliðina á vernduðum þjónustuíbúðum,“ segir Einar. „Mér finnst líka vítavert beinlínis það að borgin lítur á þessa menn sem skjólstæðinga sína yfir hánóttina meðan þeir sofa en um morguninn um leið og þeir vakna þá er þeim hent út á guð og gaddinn. Þá blasir við að íbúar hér þurfa að axla ábyrgðina. Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður gistiskýlisins segir í samtali við fréttastofu, að hann skilji áhyggjur nágrannanna og að verið sé að vinna að lausn. Ástandið sé slæmt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þó nokkrir utangarðsmenn andast í hverfinu að undanförnu. Til að mynda andaðist einn á Vitatorgi í byrjun árs og annar í hjólageymslu á stúdentagörðunum á Lindargötu í fyrra. Í báðum tilfellunum olli áfengiskrampi dauðanum.
Tengdar fréttir Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. 25. mars 2017 19:45