Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2017 19:45 Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira