Erlent

Móðir árásarmannsins í London harmi slegin vegna ódæðisverka sonar síns

Anton Egilsson skrifar
Khalid Masood var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964.
Khalid Masood var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964. Lögreglan í london
Janet Ajao, móðir Khalid Masood, árásarmannsins sem varð fjórum að bana við þinghúsið í London á miðvikudag, er harmi slegin eftir ódæðisverk sonar síns.

„Ég hef fellt mörg tár vegna fórnarlamba þessa ódæðis sonar míns,” segir Aajo í samtali við bresku fréttaveituna BBC.

Hún vill þá koma því á framfæri að hún hafi ekki með nokkru móti stutt aðgerðir hans.

„Ég vil segja það svo það sé alveg ljóst að ég hvorki fyrirgef verknað hans né styð þann málstað sem leiddi til þess að hann framdi þetta ódæðisverk.” 

Þrír aðilar létust eftir að hafa orðið fyrir bíl Masood og þá myrti hann lögreglumann áður en hann sjálfur var skotinn til bana.  Auk þeirra sem létust særðust um 40 manns í árásinni.  

Hryðjuverksamtök sem kenna sig við íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en lögregla hefur enn sem komið er ekki fundið neitt sem tengir Masood við samtökin.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin

Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×