Gylfi og Wayne Rooney gætu orðið samherjar hjá Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2017 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney í búningi Everton. Mynf/@tundekay2003 Everton gæti styrkt liðið með tveimur athyglisverðum leikmönnum í sumar séu sögusagnirnar réttar um áhuga þeirra á enska landsliðsfyrirliðanum Wayne Rooney og íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Dean Jones hjá Bleacher Report skrifaði um möguleikann á því að þeir Rooney og Gylfi klæðist báðir Everton-treyjunni á næsta tímabili og menn á Twitter eru þegar byrjaðir að klæða þá Rooney og Gylfa í Everton-búning eins og sést á Twitter-færslunni hér fyrir neðan. Wayne Rooney ákvað að klára tímabilið með Manchester United þrátt fyrir mikinn áhuga frá kínverskum félögum og það lítur út fyrir að Rooney sé hikandi að flytja með fjölskylduna til Kína. Þess í stað gæti það verið góður kostur fyrir Rooney að fara heim til Everton þar sem hann hóf ferill sinn á sínum tíma og sló í gegn kornungur. Dean Jones segir í grein sinni að Rooney sé hrifinn af því að eiga tveggja félaga feril. Það væri líka falleg saga ef Rooney kæmi aftur heim á Goodison Park. Stóra spurningin er hversu mikinn pening Everton þyrfti að greiða fyrir Rooney og því gætu samningarviðræður Everton og Manchester United ráðið miklum um hvort af verður. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho er ekki með Rooney inn í framtíðaráætlunum sínum hjá Manchester United og kannski gæti félagið leyft sínum markahæsta leikmanni frá upphafi að fara fyrir lítið. Hann hefur vissulega skilað sínu þótt að hann hafi reyndar fengið ágætlega borgað fyrir. Dean Jones nefnir líka áhuga Everton á Gylfa Þór Sigurðssyni. Everton gæti boðið allt að 25 milljónum punda í íslenska landsliðsmanninn. Heimildir hans herma að Gylfi sé mjög ofarlega á innkaupalistanum hjá Ronald Koeman og hefur verið orðaður við Goodison Park síðan síðasta sumar. Hvort Gylfi og Wayne Rooney verði samherjar hjá Everton á næstu leiktíð verður að koma í ljós en það er allavega ljóst að það gæti orðið erfitt fyrir Swansea City að halda okkar manni eftir hans frábæru frammistöðu undanfarna fjórtán mánuði.Wayne Rooney and Gylfi Sigurdsson could both potentially be in Everton colours... https://t.co/pVCkwXtvJ6 by #ELEGBETE1 via @c0nvey pic.twitter.com/IcUDGUGRAA— Hakeem (@tundekay2003) March 10, 2017 Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Everton gæti styrkt liðið með tveimur athyglisverðum leikmönnum í sumar séu sögusagnirnar réttar um áhuga þeirra á enska landsliðsfyrirliðanum Wayne Rooney og íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Dean Jones hjá Bleacher Report skrifaði um möguleikann á því að þeir Rooney og Gylfi klæðist báðir Everton-treyjunni á næsta tímabili og menn á Twitter eru þegar byrjaðir að klæða þá Rooney og Gylfa í Everton-búning eins og sést á Twitter-færslunni hér fyrir neðan. Wayne Rooney ákvað að klára tímabilið með Manchester United þrátt fyrir mikinn áhuga frá kínverskum félögum og það lítur út fyrir að Rooney sé hikandi að flytja með fjölskylduna til Kína. Þess í stað gæti það verið góður kostur fyrir Rooney að fara heim til Everton þar sem hann hóf ferill sinn á sínum tíma og sló í gegn kornungur. Dean Jones segir í grein sinni að Rooney sé hrifinn af því að eiga tveggja félaga feril. Það væri líka falleg saga ef Rooney kæmi aftur heim á Goodison Park. Stóra spurningin er hversu mikinn pening Everton þyrfti að greiða fyrir Rooney og því gætu samningarviðræður Everton og Manchester United ráðið miklum um hvort af verður. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho er ekki með Rooney inn í framtíðaráætlunum sínum hjá Manchester United og kannski gæti félagið leyft sínum markahæsta leikmanni frá upphafi að fara fyrir lítið. Hann hefur vissulega skilað sínu þótt að hann hafi reyndar fengið ágætlega borgað fyrir. Dean Jones nefnir líka áhuga Everton á Gylfa Þór Sigurðssyni. Everton gæti boðið allt að 25 milljónum punda í íslenska landsliðsmanninn. Heimildir hans herma að Gylfi sé mjög ofarlega á innkaupalistanum hjá Ronald Koeman og hefur verið orðaður við Goodison Park síðan síðasta sumar. Hvort Gylfi og Wayne Rooney verði samherjar hjá Everton á næstu leiktíð verður að koma í ljós en það er allavega ljóst að það gæti orðið erfitt fyrir Swansea City að halda okkar manni eftir hans frábæru frammistöðu undanfarna fjórtán mánuði.Wayne Rooney and Gylfi Sigurdsson could both potentially be in Everton colours... https://t.co/pVCkwXtvJ6 by #ELEGBETE1 via @c0nvey pic.twitter.com/IcUDGUGRAA— Hakeem (@tundekay2003) March 10, 2017
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira