Gylfi og Wayne Rooney gætu orðið samherjar hjá Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2017 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney í búningi Everton. Mynf/@tundekay2003 Everton gæti styrkt liðið með tveimur athyglisverðum leikmönnum í sumar séu sögusagnirnar réttar um áhuga þeirra á enska landsliðsfyrirliðanum Wayne Rooney og íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Dean Jones hjá Bleacher Report skrifaði um möguleikann á því að þeir Rooney og Gylfi klæðist báðir Everton-treyjunni á næsta tímabili og menn á Twitter eru þegar byrjaðir að klæða þá Rooney og Gylfa í Everton-búning eins og sést á Twitter-færslunni hér fyrir neðan. Wayne Rooney ákvað að klára tímabilið með Manchester United þrátt fyrir mikinn áhuga frá kínverskum félögum og það lítur út fyrir að Rooney sé hikandi að flytja með fjölskylduna til Kína. Þess í stað gæti það verið góður kostur fyrir Rooney að fara heim til Everton þar sem hann hóf ferill sinn á sínum tíma og sló í gegn kornungur. Dean Jones segir í grein sinni að Rooney sé hrifinn af því að eiga tveggja félaga feril. Það væri líka falleg saga ef Rooney kæmi aftur heim á Goodison Park. Stóra spurningin er hversu mikinn pening Everton þyrfti að greiða fyrir Rooney og því gætu samningarviðræður Everton og Manchester United ráðið miklum um hvort af verður. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho er ekki með Rooney inn í framtíðaráætlunum sínum hjá Manchester United og kannski gæti félagið leyft sínum markahæsta leikmanni frá upphafi að fara fyrir lítið. Hann hefur vissulega skilað sínu þótt að hann hafi reyndar fengið ágætlega borgað fyrir. Dean Jones nefnir líka áhuga Everton á Gylfa Þór Sigurðssyni. Everton gæti boðið allt að 25 milljónum punda í íslenska landsliðsmanninn. Heimildir hans herma að Gylfi sé mjög ofarlega á innkaupalistanum hjá Ronald Koeman og hefur verið orðaður við Goodison Park síðan síðasta sumar. Hvort Gylfi og Wayne Rooney verði samherjar hjá Everton á næstu leiktíð verður að koma í ljós en það er allavega ljóst að það gæti orðið erfitt fyrir Swansea City að halda okkar manni eftir hans frábæru frammistöðu undanfarna fjórtán mánuði.Wayne Rooney and Gylfi Sigurdsson could both potentially be in Everton colours... https://t.co/pVCkwXtvJ6 by #ELEGBETE1 via @c0nvey pic.twitter.com/IcUDGUGRAA— Hakeem (@tundekay2003) March 10, 2017 Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Everton gæti styrkt liðið með tveimur athyglisverðum leikmönnum í sumar séu sögusagnirnar réttar um áhuga þeirra á enska landsliðsfyrirliðanum Wayne Rooney og íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Dean Jones hjá Bleacher Report skrifaði um möguleikann á því að þeir Rooney og Gylfi klæðist báðir Everton-treyjunni á næsta tímabili og menn á Twitter eru þegar byrjaðir að klæða þá Rooney og Gylfa í Everton-búning eins og sést á Twitter-færslunni hér fyrir neðan. Wayne Rooney ákvað að klára tímabilið með Manchester United þrátt fyrir mikinn áhuga frá kínverskum félögum og það lítur út fyrir að Rooney sé hikandi að flytja með fjölskylduna til Kína. Þess í stað gæti það verið góður kostur fyrir Rooney að fara heim til Everton þar sem hann hóf ferill sinn á sínum tíma og sló í gegn kornungur. Dean Jones segir í grein sinni að Rooney sé hrifinn af því að eiga tveggja félaga feril. Það væri líka falleg saga ef Rooney kæmi aftur heim á Goodison Park. Stóra spurningin er hversu mikinn pening Everton þyrfti að greiða fyrir Rooney og því gætu samningarviðræður Everton og Manchester United ráðið miklum um hvort af verður. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho er ekki með Rooney inn í framtíðaráætlunum sínum hjá Manchester United og kannski gæti félagið leyft sínum markahæsta leikmanni frá upphafi að fara fyrir lítið. Hann hefur vissulega skilað sínu þótt að hann hafi reyndar fengið ágætlega borgað fyrir. Dean Jones nefnir líka áhuga Everton á Gylfa Þór Sigurðssyni. Everton gæti boðið allt að 25 milljónum punda í íslenska landsliðsmanninn. Heimildir hans herma að Gylfi sé mjög ofarlega á innkaupalistanum hjá Ronald Koeman og hefur verið orðaður við Goodison Park síðan síðasta sumar. Hvort Gylfi og Wayne Rooney verði samherjar hjá Everton á næstu leiktíð verður að koma í ljós en það er allavega ljóst að það gæti orðið erfitt fyrir Swansea City að halda okkar manni eftir hans frábæru frammistöðu undanfarna fjórtán mánuði.Wayne Rooney and Gylfi Sigurdsson could both potentially be in Everton colours... https://t.co/pVCkwXtvJ6 by #ELEGBETE1 via @c0nvey pic.twitter.com/IcUDGUGRAA— Hakeem (@tundekay2003) March 10, 2017
Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira