Artur fór í bíó kvöldið sem hann hvarf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2017 19:00 Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans. Arturs hefur verið saknað síðan um mánaðamótin. Vitað er að hann tók strætó frá Breiðholti þriðjudaginn 28. febrúar og að hann fór úr strætisvagninum við Laugarásbíó rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag bendir allt til þess að hann hafi farið einn síns liðs í bíó. Næst er vitað um ferðir Arturs í miðbæ Reykjavíkur þar sm hann sést í öryggismyndavél í Lækjargötu taka peninga út úr hraðbanka. Rúmum þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í vesturhluta Kópavogs en eftir það slökknar á símanum. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Formleg leit hófst að Arturi í gær en sjötíu björgunarsveitarmenn leituðu fram á kvöld á stóru svæði í kringum vesturbæ Kópavogs. Leitað var á bátum, með drónum auk þess sem gengið var meðfram ströndinni. Talsvert færri tóku þátt í leitinni í dag en um tuttugu björgunarsveitarmenn þræddu leitarsvæðið auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkan sex í dag var leit björgunarsveitarfólks lokið en bátur gæslunnar fór um svæðið og skoðaði sjávarbotninn betur. Málið er ekki rannsakað sem sakamál heldur sem mannshvarf. Lögreglan segir afar ólíklegt að Artur hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum, en fjölskylda hans ákvað í dag að gera pólskum lögregluyfirvöldum viðvart um málið og ætla að lýsa eftir honum í fjölmiðlum þar. Guðmundur Páll Jónsson, sem styrir rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglu hafi borist ábendingar vegna þess og að verið sé að vinna úr þeim. Búið er að yfirheyra tólf manns og þá er verið að rannsaka tölvu Arturs og farsímagögn. Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07 Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans. Arturs hefur verið saknað síðan um mánaðamótin. Vitað er að hann tók strætó frá Breiðholti þriðjudaginn 28. febrúar og að hann fór úr strætisvagninum við Laugarásbíó rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag bendir allt til þess að hann hafi farið einn síns liðs í bíó. Næst er vitað um ferðir Arturs í miðbæ Reykjavíkur þar sm hann sést í öryggismyndavél í Lækjargötu taka peninga út úr hraðbanka. Rúmum þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í vesturhluta Kópavogs en eftir það slökknar á símanum. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Formleg leit hófst að Arturi í gær en sjötíu björgunarsveitarmenn leituðu fram á kvöld á stóru svæði í kringum vesturbæ Kópavogs. Leitað var á bátum, með drónum auk þess sem gengið var meðfram ströndinni. Talsvert færri tóku þátt í leitinni í dag en um tuttugu björgunarsveitarmenn þræddu leitarsvæðið auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkan sex í dag var leit björgunarsveitarfólks lokið en bátur gæslunnar fór um svæðið og skoðaði sjávarbotninn betur. Málið er ekki rannsakað sem sakamál heldur sem mannshvarf. Lögreglan segir afar ólíklegt að Artur hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum, en fjölskylda hans ákvað í dag að gera pólskum lögregluyfirvöldum viðvart um málið og ætla að lýsa eftir honum í fjölmiðlum þar. Guðmundur Páll Jónsson, sem styrir rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglu hafi borist ábendingar vegna þess og að verið sé að vinna úr þeim. Búið er að yfirheyra tólf manns og þá er verið að rannsaka tölvu Arturs og farsímagögn.
Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07 Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25
Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07
Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels