Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. mars 2017 07:00 Keppinautarnir Mark Rutte forsætisráðherra og Geert Wilders mættust í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Þegar talningu lýkur að loknum þingkosningum í Hollandi í dag má búast við því að stjórnarmyndunarmöguleikar verði frekar takmarkaðir. Þótt Frelsisflokknum sé spáð um fimmtungi atkvæða hafa allir aðrir flokkar útilokað samstarf með honum. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur farið hamförum í kosningabaráttunni, boðað útgöngu úr Evrópusambandinu og lýst miklum ótta sínum við múslima. Hann mætti helsta andstæðingi sínum, Mark Rutte forsætisráðherra, í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. Þar sagði hann að það yrði mikil vanvirðing við kjósendur ætli aðrir flokkar sér að hunsa Frelsisflokkinn í stjórnarmyndunarviðræðum. Rutte sagði á móti að Wilders hefði áður komið sér undan ábyrgð á því að stjórna: „Það er auðveldara að senda frá sér Twitter-færslur, en það er allt annað en að stjórna landi. Þá þarf maður að sýna af sér skynsemi.“ Nýjustu skoðanakannanir spá Frjálslynda flokknum hans Rutte allt að 27 þingsætum. Til þess að mynda ríkisstjórn þarf 76 þingsæti, þannig að hann þyrfti að fá til liðs við sig nokkra smærri flokka, að minnsta kosti þrjá miðað við síðustu skoðanakannanir, til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Verkamannaflokknum, sem nú situr í samsteypustjórn með Rutte, er ekki spáð nema 15 til 20 þingsætum, þannig að saman væru þessir tveir flokkar varla nema með um 45 þingsæti og þyrftu þá rúmlega tuttugu til viðbótar. Rutte segist vonast til þess að þingkosningarnar í dag verði til þess að binda enda á sigurgöngu þjóðernispopúlista í kosningum á Vesturlöndum. „Þessar kosningar ráða úrslitum,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Sjáið bara Brexit. Við héldum öll að það myndi aldrei gerast. Sjáið bandarísku kosningarnar.“ Hann hvatti kjósendur til að forðast Frelsisflokk Wilders og senda umheiminum þess í stað skýr skilaboð um að þessi þróun geti ekki haldið áfram lengur. Síðustu dagana fyrir kosningarnar hefur Rutte síðan staðið í hörðum slag við tyrknesk stjórnvöld. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur farið hörðum orðum um Holland eftir að Rutte ákvað að meina tveimur tyrkneskum ráðherrum að koma fram á kosningafundum í Hollandi. Þessi átök gætu reyndar hæglega styrkt stöðu Ruttes. Einhverjir af kjósendum Wilders gætu ákveðið að styðja frekar forsætisráðherrann, þar sem hann hefur staðið harður gegn Tyrkjum í þessu máli.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira