Erlent

Rússneskir njósnarar ákærðir vegna Yahoo-lekans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verður þetta í fyrsta sinn sem rússneskir embættismenn verða kærðir í tengslum við tölvuglæpi í Bandaríkjunum.
Verður þetta í fyrsta sinn sem rússneskir embættismenn verða kærðir í tengslum við tölvuglæpi í Bandaríkjunum. vísir/getty

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun tilkynna síðar í dag að tveir rússneskir njósnarar, auk tveggja tölvuþrjóta, verði ákærður í tengslum við netárás sem varð til þess að yfir 500 milljónir notendareikninga hjá Yahoo voru hakkaðir árið 2014.

Fjallað er um málið á vef Washington Post og þar segir að Rússarnir tveir séu meðlimir FSB, rússnesku leyniþjónustunnar. Verður þetta í fyrsta sinn sem rússneskir embættismenn verða ákærðir í tengslum við tölvuglæpi í Bandaríkjunum.

Ákærurnar er í nokkrum liðum samkvæmt heimildum Washington Post og tengjast tölvuárásum, þjófnaði á upplýsingum og viðskiptanjósnum.

Yahoo tilkynnti um netárásina á síðasta ári en meðal þess sem tölvuþrjótarnir komust í voru upplýsingar um notendur Yahoo á borð við nöfn, tölvupóstföng, lykilorð og fæðingardaga.

Málið tengist ekki netárásum á tölvuþjóna Demókrataflokksins né rannsókn FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.