Viðskipti erlent

Hlutabréf í Yahoo í frjálsu falli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Marissa Mayer forstjóri Yahoo.
Marissa Mayer forstjóri Yahoo. Vísir/Getty
Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækinu Yahoo hafa lækkað um 5 prósent það sem af er degi. Í gær tilkynntu forsvarsmenn fyrirtækisins um að það hefði orðið fyrir stærstu netárás í sögunni sem snéri að gögnum viðskiptavina.

Frá því að tilkynnt var um þetta hefur gengi hlutabréfa lækkað um rúmlega sex prósent. Yahoo er í söluferli og hefur Verizon boðið 4,8 milljarða dollara í fyrirtækið. Markaðsfólk óttast þó að kaupin gætu gengið til baka eða að minnsta kosti að söluverðið verði endurskoðað og væntanlega lækkað vegna fregnanna. Það hefur meðal annars leitt til lækkunar á gengi hlutabréfanna.

Um er að ræða aðra netárás sem fyrirtækið greinir frá á árinu. Í september greindi það frá netárás sem átti sér stað nokkrum árum fyrr. Þá náðu netverjer haldi á upplýsingum um 500 milljónir notenda. Þetta uppgötvaðist þegar netverji reyndi að selja gögn um 200 milljónir viðskiptavina Yahoo á netinu.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
3,85
27
195.390
MAREL
2,66
63
670.001
ORIGO
0,74
16
131.303
BRIM
0,68
6
3.656
LEQ
0,53
1
501

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,1
123
251.373
ICESEA
-2,56
11
44.079
EIM
-1,75
7
51.218
VIS
-1,39
4
80.898
REGINN
-1,35
3
47.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.