Erlent

500 milljónir Yahoo-reikninga hakkaðir

Atli Ísleifsson skrifar
Netrisinn Yahoo hefur tilkynnt að 500 milljónir tölvupóstreikninga notenda fyrirtækisins hafi verið hakkaðir fyrir tveimur árum síðan. Svo virðist sem að ákveðið ríki hafi komið að árásinni, þó að ekki sé tiltekið hvaða ríki um ræðir.

BBC segir þetta vera umfangsmesta brot af þessu tagi í sögunni, það er af þeim sem hafa verið gerð opinber.

Persónuupplýsingum á borð við nöfnum, símanúmerum og lykilorðum eiga að hafa verið stolið í árásinni.

Talsmenn Yahoo segja fyrirtækið nú vinna að því að núllstilla lykilorð og öryggisspurningar og hvetja notendur til að varast grunsamlega tölvupósta. Sömuleiðis eru notendur, sem ekki hafa skipt um lykilorð eftir 2014, að ráðast tafarlaust í slíkar breytingar.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort að kreditkortaupplýsingar hafi lekið út.

Bandaríski fjarskiptarisinn Verizon keypti Yahoo fyrir 4,8 milljarða Bandaríkjadala í sumar.


Tengdar fréttir

Hvað er að gerast hjá Twitter?

Gengi hlutabréfa í Twitter hefur hríðfallið á árinu. Markaðsvirði fyrirtækisins er nú fjörutíu prósentum lægra en þegar það fór á markað. Notendum fjölgar hægt. Óttast er að Twitter sé Yahoo samfélagsmiðlanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.