Gylfi er ekki bara að bjarga Swansea frá falli heldur líka ferðamannabransanum í borginni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson reynir að halda Swansea í úrvalsdeildinni sem er gott fyrir borgina. vísir/getty Aðra leiktíðina í röð er Gylfi Þór Sigurðsson búinn að setja Swansea-liðið á bakið er hann reynir að bjarga því frá falli. Hann er búinn að skora átta mörk og gefa níu stoðsendingar á tímabilinu og þannig koma með beinum hætti að 17 af 32 mörkum liðsins eða ríflega helmingi markanna sem það er búið að skora. Swansea er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en spilamennska liðsins hefur stórbatnað eftir komu Paul Clements sem knattspyrnustjóra og hann nýtur góðs af því að vera með einn besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Swansea að halda sér uppi því augljóslega vill ekkert lið falla heldur sýnir könnun um ferðamálabransann í Bretlandi að þar í borg er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina Swansea að vera með lið í ensku úrvalsdeildinni.Gylfi Þór skorar og leggur upp fyrir ferðamannabransann.vísir/gettyAðdráttaraflið mikið Velska fréttasíðan South Wales Evening Post fjallar um málið en þar segir að leikir með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Hver áhorfandi á leik með Swansea eyðir að meðaltali 855 pundum þegar hann heimsækir borgina eða tæplega 115 þúsund krónum. Könnunin leiðir í ljós að tveir af hverjum fimm ferðamönnum sem heimsækja Bretland fara að sjá einhvern íþróttaviðburð og í 73 prósent tilvika er um fótbolta að ræða. Að vera með Swansea í ensku úrvalsdeildinni er ómetanlegt að sögn Matthew Bound, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem nú starfar í ferðamannabransanum. „Áhuginn sem hann hefur skapað út um allan heim á borginni er ótrúlegur. Maður ræðir við ferðamenn og það vita allir allt um Swansea City. Liðið er búið að koma borginni á kortið,“ segir Bound. Þingmaðurinn Robert Francis-Davies bendir á að Wales er eina velska borgin með lið í ensku úrvalsdeildinni og því er eðlilegt að þeir sem heimsækja landið kjósi að fara til Swansea þar sem lið á borð við Manchester United, Liverpool og Arsenal mæti á Liberty-völlinn á hverri leiktíð. „Þegar þessir erlendu ferðamenn eru hér eyða þeir peningum á hótelunum okkar, á veitingastöðum, í búðum og á barnum. Þetta allt saman skapar störf sem styrkir enn frekar stoðir ferðamannaiðnaðarins. Hann er nú þegar að velta 400 milljónum punda,“ segir Robert Francis-Davies. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45 Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Aðra leiktíðina í röð er Gylfi Þór Sigurðsson búinn að setja Swansea-liðið á bakið er hann reynir að bjarga því frá falli. Hann er búinn að skora átta mörk og gefa níu stoðsendingar á tímabilinu og þannig koma með beinum hætti að 17 af 32 mörkum liðsins eða ríflega helmingi markanna sem það er búið að skora. Swansea er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en spilamennska liðsins hefur stórbatnað eftir komu Paul Clements sem knattspyrnustjóra og hann nýtur góðs af því að vera með einn besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Swansea að halda sér uppi því augljóslega vill ekkert lið falla heldur sýnir könnun um ferðamálabransann í Bretlandi að þar í borg er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina Swansea að vera með lið í ensku úrvalsdeildinni.Gylfi Þór skorar og leggur upp fyrir ferðamannabransann.vísir/gettyAðdráttaraflið mikið Velska fréttasíðan South Wales Evening Post fjallar um málið en þar segir að leikir með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Hver áhorfandi á leik með Swansea eyðir að meðaltali 855 pundum þegar hann heimsækir borgina eða tæplega 115 þúsund krónum. Könnunin leiðir í ljós að tveir af hverjum fimm ferðamönnum sem heimsækja Bretland fara að sjá einhvern íþróttaviðburð og í 73 prósent tilvika er um fótbolta að ræða. Að vera með Swansea í ensku úrvalsdeildinni er ómetanlegt að sögn Matthew Bound, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem nú starfar í ferðamannabransanum. „Áhuginn sem hann hefur skapað út um allan heim á borginni er ótrúlegur. Maður ræðir við ferðamenn og það vita allir allt um Swansea City. Liðið er búið að koma borginni á kortið,“ segir Bound. Þingmaðurinn Robert Francis-Davies bendir á að Wales er eina velska borgin með lið í ensku úrvalsdeildinni og því er eðlilegt að þeir sem heimsækja landið kjósi að fara til Swansea þar sem lið á borð við Manchester United, Liverpool og Arsenal mæti á Liberty-völlinn á hverri leiktíð. „Þegar þessir erlendu ferðamenn eru hér eyða þeir peningum á hótelunum okkar, á veitingastöðum, í búðum og á barnum. Þetta allt saman skapar störf sem styrkir enn frekar stoðir ferðamannaiðnaðarins. Hann er nú þegar að velta 400 milljónum punda,“ segir Robert Francis-Davies.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45 Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45
Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00
Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00