Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson vonar að sínir menn komist í gang. vísir/getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, trúir því staðfast að liðsfélagar hans í landsliðinu sem spila í B-deildinni á Englandi eigi eftir að rífa sig upp úr svartnættinu sem þeir ganga nú í gegnum. Tveir byrjunarliðsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta; Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason, og einn framtíðarmaður, Hörður Björgvin Magnússon, eiga afar erfitt uppdráttar hjá liðum sínum í ensku B-deildinni þessar vikurnar. Sparkspekingar hér heima eru farnir að hafa áhyggjur af ástandi íslenska liðsins og spiltíma leikmanna en fyrir stafni er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Kosóvó í undankeppni HM 2018 í lok mars. Ragnar, sem var keyptur frá Krasnodar í Rússlandi fyrir tímabilið, er búinn að vera meira og minna í frystikistunni hjá Fulham síðan í byrjun desember en hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í deildinni síðan þá og annað hvort ekki komið við sögu eða hreinlega ekki verið í leikmannahópnum í ellefu af síðustu fimmtán deildarleikjum. Hann hefur þó verið meiddur í síðustu leikjum. Birkir Bjarnason var keyptur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel þar sem hann lék við hvern sinn fingur en eftir þrjá erfiða leiki með Villa var hann kominn á varamannabekkinn. Birkir á enn eftir að skora eða leggja upp marg. Hörður Björgvin Magnússon spilaði alla leiki frá fyrstu mínútur til þeirrar síðustu með Bristol City frá upphafi tímabilsins til loka desember en hefur aðeins spilað einn leik af níu á þessu ári. Hann er oftast ekki einu sinni í leikmannahópnum. Aron Einar hefur staðið sig virkilega vel með Cardiff en hinir þrír hafa ekki alveg náð að stimpla sig inn,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar eins og kóngur fyrir Cardiff þessar vikurnar. „Fótboltinn er upp og niður og þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta. Enska B-deildin er gríðarlega erfið deild og það tekur tíma að ná áttum í henni. Ég á fastlega von á að Birkir, Raggi og Hörður nái sér á strik fyrr en seinna. Þeir eru vanir því að gefast ekki upp og þeir komast í gegnum þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45 Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, trúir því staðfast að liðsfélagar hans í landsliðinu sem spila í B-deildinni á Englandi eigi eftir að rífa sig upp úr svartnættinu sem þeir ganga nú í gegnum. Tveir byrjunarliðsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta; Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason, og einn framtíðarmaður, Hörður Björgvin Magnússon, eiga afar erfitt uppdráttar hjá liðum sínum í ensku B-deildinni þessar vikurnar. Sparkspekingar hér heima eru farnir að hafa áhyggjur af ástandi íslenska liðsins og spiltíma leikmanna en fyrir stafni er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Kosóvó í undankeppni HM 2018 í lok mars. Ragnar, sem var keyptur frá Krasnodar í Rússlandi fyrir tímabilið, er búinn að vera meira og minna í frystikistunni hjá Fulham síðan í byrjun desember en hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í deildinni síðan þá og annað hvort ekki komið við sögu eða hreinlega ekki verið í leikmannahópnum í ellefu af síðustu fimmtán deildarleikjum. Hann hefur þó verið meiddur í síðustu leikjum. Birkir Bjarnason var keyptur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel þar sem hann lék við hvern sinn fingur en eftir þrjá erfiða leiki með Villa var hann kominn á varamannabekkinn. Birkir á enn eftir að skora eða leggja upp marg. Hörður Björgvin Magnússon spilaði alla leiki frá fyrstu mínútur til þeirrar síðustu með Bristol City frá upphafi tímabilsins til loka desember en hefur aðeins spilað einn leik af níu á þessu ári. Hann er oftast ekki einu sinni í leikmannahópnum. Aron Einar hefur staðið sig virkilega vel með Cardiff en hinir þrír hafa ekki alveg náð að stimpla sig inn,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar eins og kóngur fyrir Cardiff þessar vikurnar. „Fótboltinn er upp og niður og þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta. Enska B-deildin er gríðarlega erfið deild og það tekur tíma að ná áttum í henni. Ég á fastlega von á að Birkir, Raggi og Hörður nái sér á strik fyrr en seinna. Þeir eru vanir því að gefast ekki upp og þeir komast í gegnum þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45 Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45
Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32
Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00