Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson vonar að sínir menn komist í gang. vísir/getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, trúir því staðfast að liðsfélagar hans í landsliðinu sem spila í B-deildinni á Englandi eigi eftir að rífa sig upp úr svartnættinu sem þeir ganga nú í gegnum. Tveir byrjunarliðsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta; Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason, og einn framtíðarmaður, Hörður Björgvin Magnússon, eiga afar erfitt uppdráttar hjá liðum sínum í ensku B-deildinni þessar vikurnar. Sparkspekingar hér heima eru farnir að hafa áhyggjur af ástandi íslenska liðsins og spiltíma leikmanna en fyrir stafni er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Kosóvó í undankeppni HM 2018 í lok mars. Ragnar, sem var keyptur frá Krasnodar í Rússlandi fyrir tímabilið, er búinn að vera meira og minna í frystikistunni hjá Fulham síðan í byrjun desember en hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í deildinni síðan þá og annað hvort ekki komið við sögu eða hreinlega ekki verið í leikmannahópnum í ellefu af síðustu fimmtán deildarleikjum. Hann hefur þó verið meiddur í síðustu leikjum. Birkir Bjarnason var keyptur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel þar sem hann lék við hvern sinn fingur en eftir þrjá erfiða leiki með Villa var hann kominn á varamannabekkinn. Birkir á enn eftir að skora eða leggja upp marg. Hörður Björgvin Magnússon spilaði alla leiki frá fyrstu mínútur til þeirrar síðustu með Bristol City frá upphafi tímabilsins til loka desember en hefur aðeins spilað einn leik af níu á þessu ári. Hann er oftast ekki einu sinni í leikmannahópnum. Aron Einar hefur staðið sig virkilega vel með Cardiff en hinir þrír hafa ekki alveg náð að stimpla sig inn,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar eins og kóngur fyrir Cardiff þessar vikurnar. „Fótboltinn er upp og niður og þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta. Enska B-deildin er gríðarlega erfið deild og það tekur tíma að ná áttum í henni. Ég á fastlega von á að Birkir, Raggi og Hörður nái sér á strik fyrr en seinna. Þeir eru vanir því að gefast ekki upp og þeir komast í gegnum þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45 Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, trúir því staðfast að liðsfélagar hans í landsliðinu sem spila í B-deildinni á Englandi eigi eftir að rífa sig upp úr svartnættinu sem þeir ganga nú í gegnum. Tveir byrjunarliðsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta; Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason, og einn framtíðarmaður, Hörður Björgvin Magnússon, eiga afar erfitt uppdráttar hjá liðum sínum í ensku B-deildinni þessar vikurnar. Sparkspekingar hér heima eru farnir að hafa áhyggjur af ástandi íslenska liðsins og spiltíma leikmanna en fyrir stafni er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Kosóvó í undankeppni HM 2018 í lok mars. Ragnar, sem var keyptur frá Krasnodar í Rússlandi fyrir tímabilið, er búinn að vera meira og minna í frystikistunni hjá Fulham síðan í byrjun desember en hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í deildinni síðan þá og annað hvort ekki komið við sögu eða hreinlega ekki verið í leikmannahópnum í ellefu af síðustu fimmtán deildarleikjum. Hann hefur þó verið meiddur í síðustu leikjum. Birkir Bjarnason var keyptur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel þar sem hann lék við hvern sinn fingur en eftir þrjá erfiða leiki með Villa var hann kominn á varamannabekkinn. Birkir á enn eftir að skora eða leggja upp marg. Hörður Björgvin Magnússon spilaði alla leiki frá fyrstu mínútur til þeirrar síðustu með Bristol City frá upphafi tímabilsins til loka desember en hefur aðeins spilað einn leik af níu á þessu ári. Hann er oftast ekki einu sinni í leikmannahópnum. Aron Einar hefur staðið sig virkilega vel með Cardiff en hinir þrír hafa ekki alveg náð að stimpla sig inn,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar eins og kóngur fyrir Cardiff þessar vikurnar. „Fótboltinn er upp og niður og þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta. Enska B-deildin er gríðarlega erfið deild og það tekur tíma að ná áttum í henni. Ég á fastlega von á að Birkir, Raggi og Hörður nái sér á strik fyrr en seinna. Þeir eru vanir því að gefast ekki upp og þeir komast í gegnum þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45 Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45
Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32
Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00