Gylfi er ekki bara að bjarga Swansea frá falli heldur líka ferðamannabransanum í borginni Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 09:45 Gylfi Þór Sigurðsson reynir að halda Swansea í úrvalsdeildinni sem er gott fyrir borgina. vísir/getty Aðra leiktíðina í röð er Gylfi Þór Sigurðsson búinn að setja Swansea-liðið á bakið er hann reynir að bjarga því frá falli. Hann er búinn að skora átta mörk og gefa níu stoðsendingar á tímabilinu og þannig koma með beinum hætti að 17 af 32 mörkum liðsins eða ríflega helmingi markanna sem það er búið að skora. Swansea er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en spilamennska liðsins hefur stórbatnað eftir komu Paul Clements sem knattspyrnustjóra og hann nýtur góðs af því að vera með einn besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Swansea að halda sér uppi því augljóslega vill ekkert lið falla heldur sýnir könnun um ferðamálabransann í Bretlandi að þar í borg er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina Swansea að vera með lið í ensku úrvalsdeildinni.Gylfi Þór skorar og leggur upp fyrir ferðamannabransann.vísir/gettyAðdráttaraflið mikið Velska fréttasíðan South Wales Evening Post fjallar um málið en þar segir að leikir með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Hver áhorfandi á leik með Swansea eyðir að meðaltali 855 pundum þegar hann heimsækir borgina eða tæplega 115 þúsund krónum. Könnunin leiðir í ljós að tveir af hverjum fimm ferðamönnum sem heimsækja Bretland fara að sjá einhvern íþróttaviðburð og í 73 prósent tilvika er um fótbolta að ræða. Að vera með Swansea í ensku úrvalsdeildinni er ómetanlegt að sögn Matthew Bound, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem nú starfar í ferðamannabransanum. „Áhuginn sem hann hefur skapað út um allan heim á borginni er ótrúlegur. Maður ræðir við ferðamenn og það vita allir allt um Swansea City. Liðið er búið að koma borginni á kortið,“ segir Bound. Þingmaðurinn Robert Francis-Davies bendir á að Wales er eina velska borgin með lið í ensku úrvalsdeildinni og því er eðlilegt að þeir sem heimsækja landið kjósi að fara til Swansea þar sem lið á borð við Manchester United, Liverpool og Arsenal mæti á Liberty-völlinn á hverri leiktíð. „Þegar þessir erlendu ferðamenn eru hér eyða þeir peningum á hótelunum okkar, á veitingastöðum, í búðum og á barnum. Þetta allt saman skapar störf sem styrkir enn frekar stoðir ferðamannaiðnaðarins. Hann er nú þegar að velta 400 milljónum punda,“ segir Robert Francis-Davies. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45 Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Aðra leiktíðina í röð er Gylfi Þór Sigurðsson búinn að setja Swansea-liðið á bakið er hann reynir að bjarga því frá falli. Hann er búinn að skora átta mörk og gefa níu stoðsendingar á tímabilinu og þannig koma með beinum hætti að 17 af 32 mörkum liðsins eða ríflega helmingi markanna sem það er búið að skora. Swansea er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en spilamennska liðsins hefur stórbatnað eftir komu Paul Clements sem knattspyrnustjóra og hann nýtur góðs af því að vera með einn besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það er ekki bara mikilvægt fyrir Swansea að halda sér uppi því augljóslega vill ekkert lið falla heldur sýnir könnun um ferðamálabransann í Bretlandi að þar í borg er gríðarlega mikilvægt fyrir borgina Swansea að vera með lið í ensku úrvalsdeildinni.Gylfi Þór skorar og leggur upp fyrir ferðamannabransann.vísir/gettyAðdráttaraflið mikið Velska fréttasíðan South Wales Evening Post fjallar um málið en þar segir að leikir með Swansea í ensku úrvalsdeildinni eru eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar. Hver áhorfandi á leik með Swansea eyðir að meðaltali 855 pundum þegar hann heimsækir borgina eða tæplega 115 þúsund krónum. Könnunin leiðir í ljós að tveir af hverjum fimm ferðamönnum sem heimsækja Bretland fara að sjá einhvern íþróttaviðburð og í 73 prósent tilvika er um fótbolta að ræða. Að vera með Swansea í ensku úrvalsdeildinni er ómetanlegt að sögn Matthew Bound, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem nú starfar í ferðamannabransanum. „Áhuginn sem hann hefur skapað út um allan heim á borginni er ótrúlegur. Maður ræðir við ferðamenn og það vita allir allt um Swansea City. Liðið er búið að koma borginni á kortið,“ segir Bound. Þingmaðurinn Robert Francis-Davies bendir á að Wales er eina velska borgin með lið í ensku úrvalsdeildinni og því er eðlilegt að þeir sem heimsækja landið kjósi að fara til Swansea þar sem lið á borð við Manchester United, Liverpool og Arsenal mæti á Liberty-völlinn á hverri leiktíð. „Þegar þessir erlendu ferðamenn eru hér eyða þeir peningum á hótelunum okkar, á veitingastöðum, í búðum og á barnum. Þetta allt saman skapar störf sem styrkir enn frekar stoðir ferðamannaiðnaðarins. Hann er nú þegar að velta 400 milljónum punda,“ segir Robert Francis-Davies.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45 Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni. 26. febrúar 2017 13:45
Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Gylfi Þór Sigurðsson reiknar með að landsliðsmennirnir sem eiga erfitt uppdráttar í ensku B-deildinni komist á skrið. 27. febrúar 2017 08:00
Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00