Erlent

Brutu ekki á réttindum Breivik

Samúel Karl Ólason skrifar
Anders Breivik.
Anders Breivik. Vísir/EPA
Yfirvöld í Noregi hafa ekki brotið á mannréttindum Anders Breivik með fangelsisvistun hans. Áfrýjunardómstóll Noregs hefur bundið enda á málaferli Breivik gegn ríkinu. Breivik hefur stefnt norska ríkinu fyrir mannréttindabrot með því að halda honum í einangrun og lýsir aðstæðum sínum í fangelsinu sem pyndingum.

Segir hann að stjórnvöld hafi gerst brotleg við tvenn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.

Breivik drap 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.

Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt. Í apríl í fyrra dæmdi héraðsdómstóll Oslóar Breivik í vil, en norska ríkið áfrýjaði. Að þessu sinni var dæmt ríkinu í vil.

Anders Breivik hefur ákveðið á áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Noregs.


Tengdar fréttir

Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól

Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×