Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 19:21 Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59