Ríki ESB tekið við mun færri flóttamönnum en þau lofuðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 13:49 Ríki Evrópusambandsins hafa aðeins tekið við 8 prósentum af þeim heildarfjölda flóttamanna sem þau skuldbundu sig til að taka á móti samkvæmt áætlun sem gerð var árið 2015. Flóttamennirnir áttu að koma úr óheilsusamlegum og yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi og á Ítalíu og var stefnt að því að flytja alls 160 þúsund manns úr búðunum.Samkvæmt umfjöllun um málið á vef Guardian hafa aðeins 13546 manns verið fluttir úr búðunum, 3936 frá Ítalíu og 9610 frá Grikklandi, og aðeins tvö lönd hafa tekið á móti öllum þeim flóttamönnum sem þau sögðust ætla að taka við, það er Finnland og Malta. Þegar áætlunin var samþykkt árið 2015 var gert ráð fyrir að í september á þessu ári yrði lokið við að flytja flóttamennina úr búðunum og til ríkja ESB. Á blaðamannafundi í Brussel í dag varaði Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, við því að ríkin gætu sætt refsingum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar, meðal með háum dagsektum sem sambandi gæti lagt á þau. Þá sagði Avramopoulos að áætlunin myndi halda áfram ef markmiðunum væri ekki náð í september. „Ég vil vera alveg skýr. Það eru engar afsakanir fyrir aðildarríkin að standa ekki við sitt. Það er hægt að flytja alla þessa flóttamenn frá Ítalíu og Grikklandi fyrir september. Þetta stendur bara og fellur með pólítískum vilja aðildarríkjanna,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri flóttamenn verið fluttir úr búðunum en í síðasta mánuði eru tölurnar þó enn langt undir þeim viðmiðum sem sambandið setti sér upphaflega, það er að flytja 3000 manns á mánuði. Ungverjaland, Austurríki og Pólland hafa neitað að taka þátt í áætluninni og Tékkland, Búlgaría, Króatía og Slóvakía taka ekki þátt nema að takmörkuðu leyti. Þá hefur Bretland einnig ákveðið að taka ekki þátt. Flóttamenn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Ríki Evrópusambandsins hafa aðeins tekið við 8 prósentum af þeim heildarfjölda flóttamanna sem þau skuldbundu sig til að taka á móti samkvæmt áætlun sem gerð var árið 2015. Flóttamennirnir áttu að koma úr óheilsusamlegum og yfirfullum flóttamannabúðum í Grikklandi og á Ítalíu og var stefnt að því að flytja alls 160 þúsund manns úr búðunum.Samkvæmt umfjöllun um málið á vef Guardian hafa aðeins 13546 manns verið fluttir úr búðunum, 3936 frá Ítalíu og 9610 frá Grikklandi, og aðeins tvö lönd hafa tekið á móti öllum þeim flóttamönnum sem þau sögðust ætla að taka við, það er Finnland og Malta. Þegar áætlunin var samþykkt árið 2015 var gert ráð fyrir að í september á þessu ári yrði lokið við að flytja flóttamennina úr búðunum og til ríkja ESB. Á blaðamannafundi í Brussel í dag varaði Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá ESB, við því að ríkin gætu sætt refsingum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar, meðal með háum dagsektum sem sambandi gæti lagt á þau. Þá sagði Avramopoulos að áætlunin myndi halda áfram ef markmiðunum væri ekki náð í september. „Ég vil vera alveg skýr. Það eru engar afsakanir fyrir aðildarríkin að standa ekki við sitt. Það er hægt að flytja alla þessa flóttamenn frá Ítalíu og Grikklandi fyrir september. Þetta stendur bara og fellur með pólítískum vilja aðildarríkjanna,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri flóttamenn verið fluttir úr búðunum en í síðasta mánuði eru tölurnar þó enn langt undir þeim viðmiðum sem sambandið setti sér upphaflega, það er að flytja 3000 manns á mánuði. Ungverjaland, Austurríki og Pólland hafa neitað að taka þátt í áætluninni og Tékkland, Búlgaría, Króatía og Slóvakía taka ekki þátt nema að takmörkuðu leyti. Þá hefur Bretland einnig ákveðið að taka ekki þátt.
Flóttamenn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira