Stuðningsmönnum og andstæðingum Trump laust saman: Börðu á hvor öðrum með prikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 23:30 Lögreglan skakkar leikinn á milli mótmælenda og stuðningsmanna. Vísir/AFP Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi. Donald Trump Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi.
Donald Trump Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira