Trump kynnir nýja ferðabannstilskipun í dag Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2017 12:52 Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53