Heppni að beinið brotnaði ekki á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 09:30 Birkir Benediktsson. Vísir/Anton Þumalputti Birkis Benediktssonar ætlar að vera til mikilla vandræða á þessu tímabili en þessi efnilega skytta er enn að glíma við eftirmála þess að hafa brotið þumalputta vinstri í nóvember. Birkir átti að vera löngu kominn til baka en í ljós kom að beinið var ekki fullgróið þegar hann fór aftur stað. Ívar Benediktsson, blaðamaður Morgunblaðsins, ræðir stöðu Birkis við Einar Andra Einarsson, þjálfarar Aftureldingar í Morgunblaðinu í dag. Það er ljóst að Birkir leikur ekki með Aftureldingu næstu sex vikurnar og svo gæti farið að hann verði ekkert meira með á tímabilinu. Birkir meiddist á þumalputtanum í leik á móti Selfossi 10. nóvember síðastliðinn. Hann brotnaði, fingurinn fór úr lið og liðband slitnaði. Hann þurfti að fara í aðgerð. Talið var að hann yrði frá keppni fram í janúar. Niðurstaða úr röntgenmyndatöku í janúar gaf til kynna að brotið væri gróið og að Birkir mætti byrja að æfa upp úr miðjum janúar. Birkir var hinsvegar aldrei verkjalaus og skánaði ekkert. Hann síðan í sneiðmyndatöku í gær og þar kom í ljós að beinið sem brotnaði var ekki fullgróið. Næsta skoðun er eftir sex vikur. „Það er hreinlega heppni að beinið hafi ekki brotnað á nýjan leik. Beinið er veikt ennþá. Þar af leiðandi hefur Birki enn verki í fingrinum,“ sagði Einari Andri í viðtali við Morgunblaðið. „Fyrst og fremst er þetta enn meira áfall fyrir Birki sjálfan sem var að mínu mati besti leikmaður Aftureldingarliðsins fyrstu tíu umferð deildarkeppninnar með sex mörk að meðaltali í leik auk þess að vera frábær í vörninni. Birkir var á þessum tíma að taka stórstígum framförum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Einar Andri ennfremur í viðtalinu við Ívar. Afturelding tapaði Selfossleiknum með sjö mörkum og svo með 18 mörkum á móti Haukum í fyrsta leiknum án Birkis. Mosfellingar höfðu fram að leiknum sem Birkir meiddist í unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum. Frá og og með leiknum sem Birkir meiddist í hefur Aftureldingarliðið aðeins unnið 3 af 10 leikjum sínum í Olís-deildinni.Frammistaða Birkis Benediktssonar fram að leiknum afdrifaríka á Selfossi: Tap á móti Selfossi 8. september (25-32) - 2 mörk Sigur á Haukum 15. september (31-30) - 7 mörk Sigur á Fram 19. september (32-25) - 5 mörk Sigur á Akureyri 22. september (30-24) - 4 mörk Sigur á FH 28. september (27-26) - 8 mörk Sigur á Stjörnunni 8. október (27-22) - 7 mörk Sigur á Gróttu 13. október (27-26) - 1 mark Sigur á ÍBV 20. október (27-26) - 13 mörk Sigur á Val 27. október (25-23) - 0 mörk Tap á móti Selfossi 10. nóvember (25-32) - 5 mörk Olís-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Þumalputti Birkis Benediktssonar ætlar að vera til mikilla vandræða á þessu tímabili en þessi efnilega skytta er enn að glíma við eftirmála þess að hafa brotið þumalputta vinstri í nóvember. Birkir átti að vera löngu kominn til baka en í ljós kom að beinið var ekki fullgróið þegar hann fór aftur stað. Ívar Benediktsson, blaðamaður Morgunblaðsins, ræðir stöðu Birkis við Einar Andra Einarsson, þjálfarar Aftureldingar í Morgunblaðinu í dag. Það er ljóst að Birkir leikur ekki með Aftureldingu næstu sex vikurnar og svo gæti farið að hann verði ekkert meira með á tímabilinu. Birkir meiddist á þumalputtanum í leik á móti Selfossi 10. nóvember síðastliðinn. Hann brotnaði, fingurinn fór úr lið og liðband slitnaði. Hann þurfti að fara í aðgerð. Talið var að hann yrði frá keppni fram í janúar. Niðurstaða úr röntgenmyndatöku í janúar gaf til kynna að brotið væri gróið og að Birkir mætti byrja að æfa upp úr miðjum janúar. Birkir var hinsvegar aldrei verkjalaus og skánaði ekkert. Hann síðan í sneiðmyndatöku í gær og þar kom í ljós að beinið sem brotnaði var ekki fullgróið. Næsta skoðun er eftir sex vikur. „Það er hreinlega heppni að beinið hafi ekki brotnað á nýjan leik. Beinið er veikt ennþá. Þar af leiðandi hefur Birki enn verki í fingrinum,“ sagði Einari Andri í viðtali við Morgunblaðið. „Fyrst og fremst er þetta enn meira áfall fyrir Birki sjálfan sem var að mínu mati besti leikmaður Aftureldingarliðsins fyrstu tíu umferð deildarkeppninnar með sex mörk að meðaltali í leik auk þess að vera frábær í vörninni. Birkir var á þessum tíma að taka stórstígum framförum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Einar Andri ennfremur í viðtalinu við Ívar. Afturelding tapaði Selfossleiknum með sjö mörkum og svo með 18 mörkum á móti Haukum í fyrsta leiknum án Birkis. Mosfellingar höfðu fram að leiknum sem Birkir meiddist í unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum. Frá og og með leiknum sem Birkir meiddist í hefur Aftureldingarliðið aðeins unnið 3 af 10 leikjum sínum í Olís-deildinni.Frammistaða Birkis Benediktssonar fram að leiknum afdrifaríka á Selfossi: Tap á móti Selfossi 8. september (25-32) - 2 mörk Sigur á Haukum 15. september (31-30) - 7 mörk Sigur á Fram 19. september (32-25) - 5 mörk Sigur á Akureyri 22. september (30-24) - 4 mörk Sigur á FH 28. september (27-26) - 8 mörk Sigur á Stjörnunni 8. október (27-22) - 7 mörk Sigur á Gróttu 13. október (27-26) - 1 mark Sigur á ÍBV 20. október (27-26) - 13 mörk Sigur á Val 27. október (25-23) - 0 mörk Tap á móti Selfossi 10. nóvember (25-32) - 5 mörk
Olís-deild karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira