Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 15:20 Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03