Gylfi um strákana sem eru í basli í B-deildinni: „Þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson vonar að sínir menn komist í gang. vísir/getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, trúir því staðfast að liðsfélagar hans í landsliðinu sem spila í B-deildinni á Englandi eigi eftir að rífa sig upp úr svartnættinu sem þeir ganga nú í gegnum. Tveir byrjunarliðsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta; Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason, og einn framtíðarmaður, Hörður Björgvin Magnússon, eiga afar erfitt uppdráttar hjá liðum sínum í ensku B-deildinni þessar vikurnar. Sparkspekingar hér heima eru farnir að hafa áhyggjur af ástandi íslenska liðsins og spiltíma leikmanna en fyrir stafni er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Kosóvó í undankeppni HM 2018 í lok mars. Ragnar, sem var keyptur frá Krasnodar í Rússlandi fyrir tímabilið, er búinn að vera meira og minna í frystikistunni hjá Fulham síðan í byrjun desember en hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í deildinni síðan þá og annað hvort ekki komið við sögu eða hreinlega ekki verið í leikmannahópnum í ellefu af síðustu fimmtán deildarleikjum. Hann hefur þó verið meiddur í síðustu leikjum. Birkir Bjarnason var keyptur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel þar sem hann lék við hvern sinn fingur en eftir þrjá erfiða leiki með Villa var hann kominn á varamannabekkinn. Birkir á enn eftir að skora eða leggja upp marg. Hörður Björgvin Magnússon spilaði alla leiki frá fyrstu mínútur til þeirrar síðustu með Bristol City frá upphafi tímabilsins til loka desember en hefur aðeins spilað einn leik af níu á þessu ári. Hann er oftast ekki einu sinni í leikmannahópnum. Aron Einar hefur staðið sig virkilega vel með Cardiff en hinir þrír hafa ekki alveg náð að stimpla sig inn,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar eins og kóngur fyrir Cardiff þessar vikurnar. „Fótboltinn er upp og niður og þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta. Enska B-deildin er gríðarlega erfið deild og það tekur tíma að ná áttum í henni. Ég á fastlega von á að Birkir, Raggi og Hörður nái sér á strik fyrr en seinna. Þeir eru vanir því að gefast ekki upp og þeir komast í gegnum þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45 Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, trúir því staðfast að liðsfélagar hans í landsliðinu sem spila í B-deildinni á Englandi eigi eftir að rífa sig upp úr svartnættinu sem þeir ganga nú í gegnum. Tveir byrjunarliðsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta; Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason, og einn framtíðarmaður, Hörður Björgvin Magnússon, eiga afar erfitt uppdráttar hjá liðum sínum í ensku B-deildinni þessar vikurnar. Sparkspekingar hér heima eru farnir að hafa áhyggjur af ástandi íslenska liðsins og spiltíma leikmanna en fyrir stafni er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Kosóvó í undankeppni HM 2018 í lok mars. Ragnar, sem var keyptur frá Krasnodar í Rússlandi fyrir tímabilið, er búinn að vera meira og minna í frystikistunni hjá Fulham síðan í byrjun desember en hann hefur aðeins byrjað tvo leiki í deildinni síðan þá og annað hvort ekki komið við sögu eða hreinlega ekki verið í leikmannahópnum í ellefu af síðustu fimmtán deildarleikjum. Hann hefur þó verið meiddur í síðustu leikjum. Birkir Bjarnason var keyptur til Aston Villa frá svissneska meistaraliðinu Basel þar sem hann lék við hvern sinn fingur en eftir þrjá erfiða leiki með Villa var hann kominn á varamannabekkinn. Birkir á enn eftir að skora eða leggja upp marg. Hörður Björgvin Magnússon spilaði alla leiki frá fyrstu mínútur til þeirrar síðustu með Bristol City frá upphafi tímabilsins til loka desember en hefur aðeins spilað einn leik af níu á þessu ári. Hann er oftast ekki einu sinni í leikmannahópnum. Aron Einar hefur staðið sig virkilega vel með Cardiff en hinir þrír hafa ekki alveg náð að stimpla sig inn,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali í Morgunblaðinu í dag en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar eins og kóngur fyrir Cardiff þessar vikurnar. „Fótboltinn er upp og niður og þeir verða að halda áfram og komast í gegnum þetta. Enska B-deildin er gríðarlega erfið deild og það tekur tíma að ná áttum í henni. Ég á fastlega von á að Birkir, Raggi og Hörður nái sér á strik fyrr en seinna. Þeir eru vanir því að gefast ekki upp og þeir komast í gegnum þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45 Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32 Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Gylfi lagði upp mark í tapi á Brúnni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Swansea í 1-3 tapi gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir sigurinn er Chelsea komið með ellefu stiga forskot á næstu lið sem eiga þó leik til góða. 25. febrúar 2017 16:45
Gylfi: Þurfum ekki lengur greiða frá öðrum liðum Swansea, sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum leikjum sínum, mætir toppliði Chelsea á Stamford Bridge um helgina. 21. febrúar 2017 07:32
Sjáðu markið sem Gylfi lagði upp og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Gylfi lagði upp sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar Swansea City tapaði 3-1 fyrir toppliði Chelsea á Stamford Bridge í gær. 26. febrúar 2017 10:00