Brynjar segir greinar sínar um Guðmundar- og Geirfinnsmál frábærar og eldast vel Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 13:51 Þórhildur Sunna vildi að sauma að Brynjari á þingi nú áðan vegna afstöðu hans í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. „Þær [greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmál) eldast mjög vel og mér finnst þær alveg frábærar,“ sagði Brynjar Nielsson á þingi nú fyrir skömmu. Tilefni var fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata sem vildi fá að vita hvort umdeildar greinar Brynjars um Guðmundar- og Geirfinnsmál hafi elst vel?Hafa þessar greinar elst vel? Eftir að ákveðið var nú í vikunni að taka þessi mál upp á nýjan leik hafa þessar greinar Brynjars verið rifjaðar upp víða á samfélagsmiðlum og hafa ýmsir lýst yfir vandlætingu sinni á þeim. En Brynjar er fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins. Þórhildur Sunna vitnaði í grein eftir Brynjar frá árinu 2011 þar sem segir meðal annars: „Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum. Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir.“Hafði Davíð á réttu að standa eða Brynjar? Þórhildur Sunna vitnaði einnig í orð Davíðs Oddssonar, sem sagði árið 1998 á þingi, þá forsætisráðherra, að víða hefi verið pottur brotinn í þessum málum og vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik þá um sumarið. Davíð sagði ekki „aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfinnsmálinu heldur mörg og gat þess ennfremur að þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg "hundahreinsun" eins og hann orðaði það, að fara í gegnum Geirfinnsmálið. „Ég tel eftir niðurstöðu Hæstaréttar að það sé skynsamlegt og eðlilegt að Alþingi velti þessu máli fyrir sér og hvort ekki sé rétt til öryggis að hafa varnagla af því tagi sem gerir kleift að taka upp mál sem kunna að hafa farið úrskeiðis á rannsóknar-, meðferðar- og dómstigum þess," sagði hann.“ Þórhildur Sunna vildi vita hvort Brynjar teldi þessi ummæli Davíðs hafa elst illa en hans vel, eða öfugt?Dæmt samkvæmt þágildandi lögum Brynjar sagðist ekki hægt að ætlast til þess að hann svaraði þessum spurningum á tveimur mínútum. Stóra greinin hans um þetta efni héti Guðmundar og Geirfinnsmálið í hnotskurn. Brynjar segir hana hafa fjallað um sönnunarfærsluna. „Umræðan í samfélaginu var mjög rugluð. Ekkert lá fyrir nema framburður sakborninga sjálfra, umræða um að þessar játningar hafi verið fengnar fram með rangvarandi harðræði. Þetta var rangt.“ Brynjar sagðist hafa skrifað aðra grein sem fjallaði um lagaskilyrði sem væru um lögfræðileg málefni; „þær eldast mjög vel og mér finnst þær bara alveg frábærar.“ Brynjar telur vert fyrir þá sem lært hafa mannréttindalögfræði í Hollandi að lesa þessar greinar hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu væru yfir vafa hafin eða að sök hafi verið sönnuð óumdeilanlega. En dómarar dæmdu samkvæmt þágildandi lögum og samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Þær [greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmál) eldast mjög vel og mér finnst þær alveg frábærar,“ sagði Brynjar Nielsson á þingi nú fyrir skömmu. Tilefni var fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata sem vildi fá að vita hvort umdeildar greinar Brynjars um Guðmundar- og Geirfinnsmál hafi elst vel?Hafa þessar greinar elst vel? Eftir að ákveðið var nú í vikunni að taka þessi mál upp á nýjan leik hafa þessar greinar Brynjars verið rifjaðar upp víða á samfélagsmiðlum og hafa ýmsir lýst yfir vandlætingu sinni á þeim. En Brynjar er fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins. Þórhildur Sunna vitnaði í grein eftir Brynjar frá árinu 2011 þar sem segir meðal annars: „Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum. Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir.“Hafði Davíð á réttu að standa eða Brynjar? Þórhildur Sunna vitnaði einnig í orð Davíðs Oddssonar, sem sagði árið 1998 á þingi, þá forsætisráðherra, að víða hefi verið pottur brotinn í þessum málum og vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik þá um sumarið. Davíð sagði ekki „aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfinnsmálinu heldur mörg og gat þess ennfremur að þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg "hundahreinsun" eins og hann orðaði það, að fara í gegnum Geirfinnsmálið. „Ég tel eftir niðurstöðu Hæstaréttar að það sé skynsamlegt og eðlilegt að Alþingi velti þessu máli fyrir sér og hvort ekki sé rétt til öryggis að hafa varnagla af því tagi sem gerir kleift að taka upp mál sem kunna að hafa farið úrskeiðis á rannsóknar-, meðferðar- og dómstigum þess," sagði hann.“ Þórhildur Sunna vildi vita hvort Brynjar teldi þessi ummæli Davíðs hafa elst illa en hans vel, eða öfugt?Dæmt samkvæmt þágildandi lögum Brynjar sagðist ekki hægt að ætlast til þess að hann svaraði þessum spurningum á tveimur mínútum. Stóra greinin hans um þetta efni héti Guðmundar og Geirfinnsmálið í hnotskurn. Brynjar segir hana hafa fjallað um sönnunarfærsluna. „Umræðan í samfélaginu var mjög rugluð. Ekkert lá fyrir nema framburður sakborninga sjálfra, umræða um að þessar játningar hafi verið fengnar fram með rangvarandi harðræði. Þetta var rangt.“ Brynjar sagðist hafa skrifað aðra grein sem fjallaði um lagaskilyrði sem væru um lögfræðileg málefni; „þær eldast mjög vel og mér finnst þær bara alveg frábærar.“ Brynjar telur vert fyrir þá sem lært hafa mannréttindalögfræði í Hollandi að lesa þessar greinar hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu væru yfir vafa hafin eða að sök hafi verið sönnuð óumdeilanlega. En dómarar dæmdu samkvæmt þágildandi lögum og samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00
„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03
Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22