Alfreð var hetjan þegar Marco Silva mætti síðast á Emirates og vann sögulegan sigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 17:30 Alfreð Finnbogason skoraði sögulegt sigurmar á Emirates. vísir/epa Hádegisleikurinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun er viðureign Arsenal og Hull sem fram fer á Emirates-vellinum í Lundúnum. Skyttur Arsene Wengers þurfa sárlega á sigri að halda eftir tvö töp í röð en Liverpool og Manchester United anda ofan í hálsmálið á liðinu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hull lyfti sér af botni úrvalsdeildarinnar í síðustu umferð þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool á útivelli, 2-0. Fyrir það gerði Hull markalaust jafntefli við Manchester United en það er aðeins búið að tapa einum leik af síðustu þremur og safna fjórum stigum af níu mögulegum. Arsenal er svo sannarlega sigurstranglegra fyrir leikinn á morgun en það var Olympiacos líka þegar gríska liðið mætti í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar haustið 2015. Þá unnu grísku meistararnir, 3-2, með marki Alfreðs Finnbogasonar.Þjálfari Olympiacos í þeim leik var Portúgalinn Marco Silva sem tók við Hull fyrr á leiktíðinni. Hann varð fyrir einu og hálfu ári síðan fyrsti þjálfarinn sem vann leik með Olympiacos á enskri grundu og það á móti Arsenal á útivelli. Markið sem Alfreð skoraði í þessum fræga leik var aðeins annað markið sem Íslendingur skorar í Meistaradeildinni en áður hafði Eiður Smári Guðjohnsen skorað sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Alexis Sánchez jafnaði metin fyrir Arsenal í 2-2 á 65. mínútu en Alfreð skoraði af stuttu færi mínútu síðar og tryggði Olympiacos þennan sögulega sigur. Silva getur ekki treyst á Alfreð á morgun en hann á góðar minningar frá síðustu heimsókn sinni á Emirates-völlinn. Leikur Arsenal og Hull verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 12.30 á morgun. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Hádegisleikurinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun er viðureign Arsenal og Hull sem fram fer á Emirates-vellinum í Lundúnum. Skyttur Arsene Wengers þurfa sárlega á sigri að halda eftir tvö töp í röð en Liverpool og Manchester United anda ofan í hálsmálið á liðinu í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hull lyfti sér af botni úrvalsdeildarinnar í síðustu umferð þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool á útivelli, 2-0. Fyrir það gerði Hull markalaust jafntefli við Manchester United en það er aðeins búið að tapa einum leik af síðustu þremur og safna fjórum stigum af níu mögulegum. Arsenal er svo sannarlega sigurstranglegra fyrir leikinn á morgun en það var Olympiacos líka þegar gríska liðið mætti í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar haustið 2015. Þá unnu grísku meistararnir, 3-2, með marki Alfreðs Finnbogasonar.Þjálfari Olympiacos í þeim leik var Portúgalinn Marco Silva sem tók við Hull fyrr á leiktíðinni. Hann varð fyrir einu og hálfu ári síðan fyrsti þjálfarinn sem vann leik með Olympiacos á enskri grundu og það á móti Arsenal á útivelli. Markið sem Alfreð skoraði í þessum fræga leik var aðeins annað markið sem Íslendingur skorar í Meistaradeildinni en áður hafði Eiður Smári Guðjohnsen skorað sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Alexis Sánchez jafnaði metin fyrir Arsenal í 2-2 á 65. mínútu en Alfreð skoraði af stuttu færi mínútu síðar og tryggði Olympiacos þennan sögulega sigur. Silva getur ekki treyst á Alfreð á morgun en hann á góðar minningar frá síðustu heimsókn sinni á Emirates-völlinn. Leikur Arsenal og Hull verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 12.30 á morgun.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira