Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 20:54 Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“ Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira