Enski boltinn

Mikil áhætta að reka ekki Claudio Ranieri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. Vísir/Samsett/Getty
Chris Sutton, fyrrum framherji Blackburn Rovers, sér ekkert annað í stöðunni fyrir Leicester City en að reka knattspyrnustjórann Claudio Ranieri.

Leicester City hefur hvorki unnið deildarleik né skorað deildarmark á árinu 2017 og er nú aðeins einu stigi frá fallsæti.

Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð á sama tíma og liðin fyrir neðan hafa verið að rumska og safna stigum í undanförnum umferðum.

Leicester City gaf út yfirlýsingu í síðustu viku þar sem kom fram að Ranieri hefði fullan stuðning.

„Ég sé bara ekki hvernig Ranieri getur haldið sínu starfi,“ sagði Chris Sutton í útvarpsviðtali við BBC.

„Ef þeir hefðu endaði í tólfta sæti á síðasta tímabili og þeir væru í sömu stöðu þá væru allir að segja að hann ætti að fara. Fótboltaheimurinn er miskunnarlaus. Það er greinilegt að leikmennirnir eru ekki að spila fyrir hann lengur,“ sagði Chris Sutton,

„Að mínu mati þá eru þeir í rosalegum vandræðum,“ bætti Sutton við.

Englandsmeistarar hafa ekki fallið síðan að Manchester City fór niður eftir að hafa unnið enska meistaratitilinn 1938.

Það er hægt að hlusta meira á Chris Sutton með því að smella hér en þar ræðir hann meðal annars um Leicester, Manchester City og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×