Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 21:35 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að einhverjir dagar séu í að skipverjinn af Polar Nanoq, sem úrskurðaður var í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun í dag, verði yfirheyrður. Það gæti þannig ekki orðið fyrr en í næstu viku en maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.Greint er frá því í Fréttatímanum í dag að lögreglan telji skipverjann sem nú situr í haldi hafa reynt að hafa áhrif á framburð kollega síns, sem einnig er sakborningur í málinu, en Grímur vill ekki tjá sig um þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar hefur hann áður sagt það blasa við að mennirnir hafi haft tíma til að tala saman um það sem gerðist áður en þeir voru handteknir. Þannig höfðu þeir um 100 klukkustundir áður en íslensk lögregluyfirvöld komu um borð í Polar Nanoq og handtóku þá til þess að samræma framburði sína. Maðurinn sem skipverjinn sem enn situr í haldi á að hafa reynt að hafa áhrif á var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann nú kominn heim til sín á Grænlandi. Hann er eins og áður segir þó enn með stöðu sakbornings í málinu. Verjandi mannsins sem úrskurðaður var í áframhaldandi gæslu í dag kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem á eftir að taka málið fyrir. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur og sætt einangrun allan tímann. Hann var seinast yfirheyrður í gær. Játning liggur ekki fyrir í málinu en Grímur hefur að öðru leyti ekki viljað fara nánar út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum. Þá bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr rannsóknum lífsýna sem send voru erlendis.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald. 16. febrúar 2017 14:48