Innlent

Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag. Vísir/GVA
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald.

Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í dag í þriðja sinn á einum mánuði. Hann hefur setið í fjórar vikur í gæsluvarðhaldi og einangrun, eða frá 23. janúar síðastliðnum. Jón gerir ráð fyrir því að það styttist í að ákæra verði gefin út.

„Við höfum þrjá mánuði til þess að gefa út ákæru, það er að segja ef maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Ég geri ráð fyrir að við verðum tilbúnir með það í tíma,“ segir Jón í samtali við Vísi en hann vildi ekkert gefa upp um hvort að játning liggi fyrir né hvernig rannsókn málsins miðaði.

Verjandi mannsins lýsti því yfir fyrir dómi að úrskurði héraðsdóms yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn var yfirheyrður í gær, í fyrsta sinn frá því á föstudag. Þá er niðurstaðna úr rannsóknum á lífsýnum, sem send voru til Svíþjóðar fyrir rúmum þremur vikum, enn beðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×