Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 08:45 Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets Donald Trump Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets
Donald Trump Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira