Liverpool er kannski að hiksta en það er eina ósigraða liðið í baráttu sex efstu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 09:45 Jürgen Klopp þarf að rífa sína menn í gang í febrúar en það gengur vel í stórleikjunum. vísir/getty Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. David Luiz kom Chelsea yfir með fallegu marki úr aukaspyrnu en Georginio Wijnaldum jafnaði metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik. Ekkert lið fagnar væntanlega meira að janúar sé búinn en Liverpool en fyrstu vikur nýs árs voru liðinu ekki gæfuríkar. Liðið vann aðeins einn leik af níu í öllum keppnum og er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum. Liverpool vann ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar í fjórum tilraunum og safnaði aðeins þremur stigum af tólf mögulegum. Það er fallið niður í fjórða sæti deildarinnar en heldur því eftir umferðina nema City vinni níu marka sigur í kvöld.Þó lærisveinar Jürgens Klopps séu að hiksta þessar vikurnar þurfti ekkert að koma á óvart að liðið tapaði ekki í gær því Liverpool er ólseigt í stórleikjunum. Það er eina ósigraða liðið í innbyrðis viðureignum efstu sex liða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er búið að spila sjö af tíu leikjum sínum á móti hinum fimm liðunum sem eru í baráttunni um titilinn og Meistaradeildarsæti. Það hefur unnið fjóra þeirra og gert þrjú jafntefli. Liverpool byrjaði þessa vegferð á 4-3 sigri gegn Arsenal í byrjun leiktíðar en það er svo búið að safna fjórum stigum á móti Chelsea í tveimur leikjum og tveimur stigum á móti Manchester United með tveimur jafnteflum.Liverpool are the only team still unbeaten against the top 6 in the Premier League this season:WDWDWDDPoints: 13Goals: 10Conceded: 7 pic.twitter.com/ARsdMITXOS— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Liverpool vann Manchester City í stórleik gamlársdags og gerði 1-1 jafntefli við Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnum. Það á eftir að mæta City, Tottenham og Arsenal aftur. Liverpool er búið að safna þrettán stigum af 21 í þessum sjö innbyrðis leikjum á móti toppliðunum og skora tíu mörk og fá á sig sjö. Það eru frekar leikirnir á móti minni liðunum sem eru að fara illa með Liverpool en á síðustu tveimur mánuðum er það búið að gera jafntefli við Sunderland og tapa fyrir Swansea og Bournemouth. Liverpool er nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea þegar fimmtán leikir eru eftir. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. David Luiz kom Chelsea yfir með fallegu marki úr aukaspyrnu en Georginio Wijnaldum jafnaði metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik. Ekkert lið fagnar væntanlega meira að janúar sé búinn en Liverpool en fyrstu vikur nýs árs voru liðinu ekki gæfuríkar. Liðið vann aðeins einn leik af níu í öllum keppnum og er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum. Liverpool vann ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar í fjórum tilraunum og safnaði aðeins þremur stigum af tólf mögulegum. Það er fallið niður í fjórða sæti deildarinnar en heldur því eftir umferðina nema City vinni níu marka sigur í kvöld.Þó lærisveinar Jürgens Klopps séu að hiksta þessar vikurnar þurfti ekkert að koma á óvart að liðið tapaði ekki í gær því Liverpool er ólseigt í stórleikjunum. Það er eina ósigraða liðið í innbyrðis viðureignum efstu sex liða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er búið að spila sjö af tíu leikjum sínum á móti hinum fimm liðunum sem eru í baráttunni um titilinn og Meistaradeildarsæti. Það hefur unnið fjóra þeirra og gert þrjú jafntefli. Liverpool byrjaði þessa vegferð á 4-3 sigri gegn Arsenal í byrjun leiktíðar en það er svo búið að safna fjórum stigum á móti Chelsea í tveimur leikjum og tveimur stigum á móti Manchester United með tveimur jafnteflum.Liverpool are the only team still unbeaten against the top 6 in the Premier League this season:WDWDWDDPoints: 13Goals: 10Conceded: 7 pic.twitter.com/ARsdMITXOS— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Liverpool vann Manchester City í stórleik gamlársdags og gerði 1-1 jafntefli við Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnum. Það á eftir að mæta City, Tottenham og Arsenal aftur. Liverpool er búið að safna þrettán stigum af 21 í þessum sjö innbyrðis leikjum á móti toppliðunum og skora tíu mörk og fá á sig sjö. Það eru frekar leikirnir á móti minni liðunum sem eru að fara illa með Liverpool en á síðustu tveimur mánuðum er það búið að gera jafntefli við Sunderland og tapa fyrir Swansea og Bournemouth. Liverpool er nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea þegar fimmtán leikir eru eftir.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00
Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45
Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00