Liverpool er kannski að hiksta en það er eina ósigraða liðið í baráttu sex efstu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 09:45 Jürgen Klopp þarf að rífa sína menn í gang í febrúar en það gengur vel í stórleikjunum. vísir/getty Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. David Luiz kom Chelsea yfir með fallegu marki úr aukaspyrnu en Georginio Wijnaldum jafnaði metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik. Ekkert lið fagnar væntanlega meira að janúar sé búinn en Liverpool en fyrstu vikur nýs árs voru liðinu ekki gæfuríkar. Liðið vann aðeins einn leik af níu í öllum keppnum og er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum. Liverpool vann ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar í fjórum tilraunum og safnaði aðeins þremur stigum af tólf mögulegum. Það er fallið niður í fjórða sæti deildarinnar en heldur því eftir umferðina nema City vinni níu marka sigur í kvöld.Þó lærisveinar Jürgens Klopps séu að hiksta þessar vikurnar þurfti ekkert að koma á óvart að liðið tapaði ekki í gær því Liverpool er ólseigt í stórleikjunum. Það er eina ósigraða liðið í innbyrðis viðureignum efstu sex liða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er búið að spila sjö af tíu leikjum sínum á móti hinum fimm liðunum sem eru í baráttunni um titilinn og Meistaradeildarsæti. Það hefur unnið fjóra þeirra og gert þrjú jafntefli. Liverpool byrjaði þessa vegferð á 4-3 sigri gegn Arsenal í byrjun leiktíðar en það er svo búið að safna fjórum stigum á móti Chelsea í tveimur leikjum og tveimur stigum á móti Manchester United með tveimur jafnteflum.Liverpool are the only team still unbeaten against the top 6 in the Premier League this season:WDWDWDDPoints: 13Goals: 10Conceded: 7 pic.twitter.com/ARsdMITXOS— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Liverpool vann Manchester City í stórleik gamlársdags og gerði 1-1 jafntefli við Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnum. Það á eftir að mæta City, Tottenham og Arsenal aftur. Liverpool er búið að safna þrettán stigum af 21 í þessum sjö innbyrðis leikjum á móti toppliðunum og skora tíu mörk og fá á sig sjö. Það eru frekar leikirnir á móti minni liðunum sem eru að fara illa með Liverpool en á síðustu tveimur mánuðum er það búið að gera jafntefli við Sunderland og tapa fyrir Swansea og Bournemouth. Liverpool er nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea þegar fimmtán leikir eru eftir. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. David Luiz kom Chelsea yfir með fallegu marki úr aukaspyrnu en Georginio Wijnaldum jafnaði metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik. Ekkert lið fagnar væntanlega meira að janúar sé búinn en Liverpool en fyrstu vikur nýs árs voru liðinu ekki gæfuríkar. Liðið vann aðeins einn leik af níu í öllum keppnum og er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum. Liverpool vann ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar í fjórum tilraunum og safnaði aðeins þremur stigum af tólf mögulegum. Það er fallið niður í fjórða sæti deildarinnar en heldur því eftir umferðina nema City vinni níu marka sigur í kvöld.Þó lærisveinar Jürgens Klopps séu að hiksta þessar vikurnar þurfti ekkert að koma á óvart að liðið tapaði ekki í gær því Liverpool er ólseigt í stórleikjunum. Það er eina ósigraða liðið í innbyrðis viðureignum efstu sex liða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er búið að spila sjö af tíu leikjum sínum á móti hinum fimm liðunum sem eru í baráttunni um titilinn og Meistaradeildarsæti. Það hefur unnið fjóra þeirra og gert þrjú jafntefli. Liverpool byrjaði þessa vegferð á 4-3 sigri gegn Arsenal í byrjun leiktíðar en það er svo búið að safna fjórum stigum á móti Chelsea í tveimur leikjum og tveimur stigum á móti Manchester United með tveimur jafnteflum.Liverpool are the only team still unbeaten against the top 6 in the Premier League this season:WDWDWDDPoints: 13Goals: 10Conceded: 7 pic.twitter.com/ARsdMITXOS— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Liverpool vann Manchester City í stórleik gamlársdags og gerði 1-1 jafntefli við Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnum. Það á eftir að mæta City, Tottenham og Arsenal aftur. Liverpool er búið að safna þrettán stigum af 21 í þessum sjö innbyrðis leikjum á móti toppliðunum og skora tíu mörk og fá á sig sjö. Það eru frekar leikirnir á móti minni liðunum sem eru að fara illa með Liverpool en á síðustu tveimur mánuðum er það búið að gera jafntefli við Sunderland og tapa fyrir Swansea og Bournemouth. Liverpool er nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea þegar fimmtán leikir eru eftir.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00
Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45
Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00