Liverpool er kannski að hiksta en það er eina ósigraða liðið í baráttu sex efstu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 09:45 Jürgen Klopp þarf að rífa sína menn í gang í febrúar en það gengur vel í stórleikjunum. vísir/getty Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. David Luiz kom Chelsea yfir með fallegu marki úr aukaspyrnu en Georginio Wijnaldum jafnaði metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik. Ekkert lið fagnar væntanlega meira að janúar sé búinn en Liverpool en fyrstu vikur nýs árs voru liðinu ekki gæfuríkar. Liðið vann aðeins einn leik af níu í öllum keppnum og er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum. Liverpool vann ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar í fjórum tilraunum og safnaði aðeins þremur stigum af tólf mögulegum. Það er fallið niður í fjórða sæti deildarinnar en heldur því eftir umferðina nema City vinni níu marka sigur í kvöld.Þó lærisveinar Jürgens Klopps séu að hiksta þessar vikurnar þurfti ekkert að koma á óvart að liðið tapaði ekki í gær því Liverpool er ólseigt í stórleikjunum. Það er eina ósigraða liðið í innbyrðis viðureignum efstu sex liða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er búið að spila sjö af tíu leikjum sínum á móti hinum fimm liðunum sem eru í baráttunni um titilinn og Meistaradeildarsæti. Það hefur unnið fjóra þeirra og gert þrjú jafntefli. Liverpool byrjaði þessa vegferð á 4-3 sigri gegn Arsenal í byrjun leiktíðar en það er svo búið að safna fjórum stigum á móti Chelsea í tveimur leikjum og tveimur stigum á móti Manchester United með tveimur jafnteflum.Liverpool are the only team still unbeaten against the top 6 in the Premier League this season:WDWDWDDPoints: 13Goals: 10Conceded: 7 pic.twitter.com/ARsdMITXOS— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Liverpool vann Manchester City í stórleik gamlársdags og gerði 1-1 jafntefli við Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnum. Það á eftir að mæta City, Tottenham og Arsenal aftur. Liverpool er búið að safna þrettán stigum af 21 í þessum sjö innbyrðis leikjum á móti toppliðunum og skora tíu mörk og fá á sig sjö. Það eru frekar leikirnir á móti minni liðunum sem eru að fara illa með Liverpool en á síðustu tveimur mánuðum er það búið að gera jafntefli við Sunderland og tapa fyrir Swansea og Bournemouth. Liverpool er nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea þegar fimmtán leikir eru eftir. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Liverpool og Chelsea skildu jöfn, 1-1, í stórleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. David Luiz kom Chelsea yfir með fallegu marki úr aukaspyrnu en Georginio Wijnaldum jafnaði metin fyrir Liverpool í seinni hálfleik. Ekkert lið fagnar væntanlega meira að janúar sé búinn en Liverpool en fyrstu vikur nýs árs voru liðinu ekki gæfuríkar. Liðið vann aðeins einn leik af níu í öllum keppnum og er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum. Liverpool vann ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar í fjórum tilraunum og safnaði aðeins þremur stigum af tólf mögulegum. Það er fallið niður í fjórða sæti deildarinnar en heldur því eftir umferðina nema City vinni níu marka sigur í kvöld.Þó lærisveinar Jürgens Klopps séu að hiksta þessar vikurnar þurfti ekkert að koma á óvart að liðið tapaði ekki í gær því Liverpool er ólseigt í stórleikjunum. Það er eina ósigraða liðið í innbyrðis viðureignum efstu sex liða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er búið að spila sjö af tíu leikjum sínum á móti hinum fimm liðunum sem eru í baráttunni um titilinn og Meistaradeildarsæti. Það hefur unnið fjóra þeirra og gert þrjú jafntefli. Liverpool byrjaði þessa vegferð á 4-3 sigri gegn Arsenal í byrjun leiktíðar en það er svo búið að safna fjórum stigum á móti Chelsea í tveimur leikjum og tveimur stigum á móti Manchester United með tveimur jafnteflum.Liverpool are the only team still unbeaten against the top 6 in the Premier League this season:WDWDWDDPoints: 13Goals: 10Conceded: 7 pic.twitter.com/ARsdMITXOS— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Liverpool vann Manchester City í stórleik gamlársdags og gerði 1-1 jafntefli við Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnum. Það á eftir að mæta City, Tottenham og Arsenal aftur. Liverpool er búið að safna þrettán stigum af 21 í þessum sjö innbyrðis leikjum á móti toppliðunum og skora tíu mörk og fá á sig sjö. Það eru frekar leikirnir á móti minni liðunum sem eru að fara illa með Liverpool en á síðustu tveimur mánuðum er það búið að gera jafntefli við Sunderland og tapa fyrir Swansea og Bournemouth. Liverpool er nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea þegar fimmtán leikir eru eftir.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00
Diego Costa klúðraði víti og Liverpool endaði taphrinuna á Anfield | Sjáðu mörkin Simon Mignolet bjargaði stigi fyrir Liverpool í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Diego Costa þrettán mínútum fyrir leikslok. 31. janúar 2017 21:45
Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00