Crouch elstur til að skora 100 mörk og er ekki hættur: "Get spilað til fertugs“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. febrúar 2017 13:30 Peter Crouch, hinn stóri og bráðskemmtilegi framherji Stoke, skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli við Everton á heimavelli, 1-1. Eftir að vera fastur í 96 mörkum um langa hríð er Crouch nú búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum sínum og varð í gær 26. leikmaðurinn til að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Crouch er sá elsti til að afreka þetta en hann var 36 ára og tveggja daga gamall þegar hann skoraði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að vera að nálgast endalok ferilsins er framherjinn hvergi nærri hættur. „Ég er mjög ánægður. Auðvitað er ég feginn að hafa skorað þetta svona snemma í leiknum. Ég var ekki lengi fastur í 99 mörkum þannig það var gott að koma þessu frá. Ég er stoltur af þessu afreki þegar ég sé listann yfir þá sem hafa afrekað þetta. Það eru forréttindi fyrir mig að vera í þessum hópi,“ sagði Crouch við Sky Sports eftir leikinn. „Ég er ánægður með að hafa spilað svona lengi í ensku úrvalsdeildinni. Mér líður vel, ég er í góðu formi og get haft áhrif á leiki í þessari deild. Vonandi held ég bara áfram að skora mörk.“ „Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning þannig stjórinn er greinilega á því að ég geti spilað. Ég veit að ég get spilað í þessari deild í nokkur ár í viðbót. Ég treysti aldrei á hraðann. Ég veit að stjórinn [Mark Hughes] spilaði þar til hann var um fertugt og ég held að ég geti gert það sama,“ sagði Peter Crouch. Hér að ofan má sjá tímamóta markið hjá Crouch og vélmennadansinn sem hann bauð að sjálfsögðu upp á í tilefni dagsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlega klúðrið hjá Mata, fyrsta mark Jesus og allt hitt úr enska boltanum í gær Mörkin og flottustu markvörslurnar úr leikjum vikunnar í enska boltanum. 2. febrúar 2017 09:45 Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Peter Crouch, hinn stóri og bráðskemmtilegi framherji Stoke, skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli við Everton á heimavelli, 1-1. Eftir að vera fastur í 96 mörkum um langa hríð er Crouch nú búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum sínum og varð í gær 26. leikmaðurinn til að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Crouch er sá elsti til að afreka þetta en hann var 36 ára og tveggja daga gamall þegar hann skoraði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að vera að nálgast endalok ferilsins er framherjinn hvergi nærri hættur. „Ég er mjög ánægður. Auðvitað er ég feginn að hafa skorað þetta svona snemma í leiknum. Ég var ekki lengi fastur í 99 mörkum þannig það var gott að koma þessu frá. Ég er stoltur af þessu afreki þegar ég sé listann yfir þá sem hafa afrekað þetta. Það eru forréttindi fyrir mig að vera í þessum hópi,“ sagði Crouch við Sky Sports eftir leikinn. „Ég er ánægður með að hafa spilað svona lengi í ensku úrvalsdeildinni. Mér líður vel, ég er í góðu formi og get haft áhrif á leiki í þessari deild. Vonandi held ég bara áfram að skora mörk.“ „Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning þannig stjórinn er greinilega á því að ég geti spilað. Ég veit að ég get spilað í þessari deild í nokkur ár í viðbót. Ég treysti aldrei á hraðann. Ég veit að stjórinn [Mark Hughes] spilaði þar til hann var um fertugt og ég held að ég geti gert það sama,“ sagði Peter Crouch. Hér að ofan má sjá tímamóta markið hjá Crouch og vélmennadansinn sem hann bauð að sjálfsögðu upp á í tilefni dagsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlega klúðrið hjá Mata, fyrsta mark Jesus og allt hitt úr enska boltanum í gær Mörkin og flottustu markvörslurnar úr leikjum vikunnar í enska boltanum. 2. febrúar 2017 09:45 Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Sjáðu ótrúlega klúðrið hjá Mata, fyrsta mark Jesus og allt hitt úr enska boltanum í gær Mörkin og flottustu markvörslurnar úr leikjum vikunnar í enska boltanum. 2. febrúar 2017 09:45
Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sérflokki miðjumanna sem skora og leggja upp. Án hans framlags væri Swansea í ruglinu. 2. febrúar 2017 06:00