Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2017 20:30 Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. Fangelsismálastjóri Grænlands telur að skýringa sé meðal annars að leita í mikilli áfengisneyslu og menningu sem gangi út á karlmennsku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Handtaka tveggja grænlenskra sjómanna vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur beindi kastljósi að Grænlandi og varð tilefni greinar sem Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur birti á vef Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, en hún er búsett í bænum Sisimiut, norðarlega á vesturströnd Grænlands. „Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur hitti ég reglulega konur sem hafa verið lamdar og sem hefur verið nauðgað, af mönnum sínum, vinum, kunningjum eða ókunnugum. Það eru aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum,“ segir Ingibjörg í grein sinni.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Glæpatíðni er hlutfallslega há á Grænlandi hvað varðar gróf ofbeldisbrot, eins og morð, morðtilraunir og kynferðisafbrot. Fangelsismálastjóri Grænlands, Naaja Nathanielsen, segir að miðað við önnur Norðurlönd sé tíðnin há og tilfellin mörg. „Kynbundið ofbeldi er einnig mjög algengt og morð eru tíðari hér en í samanburðarlöndunum,“ segir Naaja. Hún segir að það sem einkenni ofbeldisbrot á Grænlandi sé að gerandinn og þolandinn séu oftast tengdir og þekkist. „Tilviljanakennt ofbeldi eða morð hefur ekki verið algengt. Oftast þekkjast hlutaðeigandi og mjög oft hefur áfengi verið haft um hönd.“ En hvernig skýrir hún hærri tíðni ofbeldis gegn konum á Grænlandi? „Kynbundið ofbeldi er mjög flókið vandamál en hér á Grænlandi skýrist það að hluta til af því að hér er mjög mikil áfengisneysla sem leiðir til slagsmála og ofbeldis gegn konum. Menningin gengur líka mjög út á karlmennsku og ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem hvergi hefur verið leyst. En hér er það oft tengt áfengi,“ segir Naaja.Við verslun í Nuuk nú í lok janúarmánaðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í grein sinni kvaðst íslenski hjúkrunarfæðingurinn halda að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur myndi breyta því hvernig grænlensk þjóð tæki á ofbeldi gegn konum og börnum. Ástandið hefur ekki skánað í seinni tíð, að sögn fangelsismálastjóra Grænlands: „Það hefur því miður verið mjög algengt og viðvarandi. Það hefur ekki dregið úr því á neinum tímapunkti. Það er mjög algengt og viðvarandi,“ segir Naaja Nathanielsen. Lokaorð Ingibjargar Björnsdóttur í grein sinni eru: „Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. Fangelsismálastjóri Grænlands telur að skýringa sé meðal annars að leita í mikilli áfengisneyslu og menningu sem gangi út á karlmennsku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Handtaka tveggja grænlenskra sjómanna vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur beindi kastljósi að Grænlandi og varð tilefni greinar sem Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur birti á vef Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, en hún er búsett í bænum Sisimiut, norðarlega á vesturströnd Grænlands. „Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur hitti ég reglulega konur sem hafa verið lamdar og sem hefur verið nauðgað, af mönnum sínum, vinum, kunningjum eða ókunnugum. Það eru aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum,“ segir Ingibjörg í grein sinni.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Glæpatíðni er hlutfallslega há á Grænlandi hvað varðar gróf ofbeldisbrot, eins og morð, morðtilraunir og kynferðisafbrot. Fangelsismálastjóri Grænlands, Naaja Nathanielsen, segir að miðað við önnur Norðurlönd sé tíðnin há og tilfellin mörg. „Kynbundið ofbeldi er einnig mjög algengt og morð eru tíðari hér en í samanburðarlöndunum,“ segir Naaja. Hún segir að það sem einkenni ofbeldisbrot á Grænlandi sé að gerandinn og þolandinn séu oftast tengdir og þekkist. „Tilviljanakennt ofbeldi eða morð hefur ekki verið algengt. Oftast þekkjast hlutaðeigandi og mjög oft hefur áfengi verið haft um hönd.“ En hvernig skýrir hún hærri tíðni ofbeldis gegn konum á Grænlandi? „Kynbundið ofbeldi er mjög flókið vandamál en hér á Grænlandi skýrist það að hluta til af því að hér er mjög mikil áfengisneysla sem leiðir til slagsmála og ofbeldis gegn konum. Menningin gengur líka mjög út á karlmennsku og ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem hvergi hefur verið leyst. En hér er það oft tengt áfengi,“ segir Naaja.Við verslun í Nuuk nú í lok janúarmánaðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í grein sinni kvaðst íslenski hjúkrunarfæðingurinn halda að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur myndi breyta því hvernig grænlensk þjóð tæki á ofbeldi gegn konum og börnum. Ástandið hefur ekki skánað í seinni tíð, að sögn fangelsismálastjóra Grænlands: „Það hefur því miður verið mjög algengt og viðvarandi. Það hefur ekki dregið úr því á neinum tímapunkti. Það er mjög algengt og viðvarandi,“ segir Naaja Nathanielsen. Lokaorð Ingibjargar Björnsdóttur í grein sinni eru: „Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson
Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00