Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2017 20:30 Verði sjómaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, ákærður og dæmdur gæti hann fengið að afplána í fyrsta lokaða fangelsi Grænlands, sem nú rís í Nuuk. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum og rætt við fangelsismálastjóra Grænlands. Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn, eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Naaja Nathanielsen er fangelsismálastjóri Grænlands: „Þetta er nýja fangelsið á Grænlandi. Þetta verður fyrsta lokaða fangelsið hér. Það verður líka opin deild. Það eru þegar sex gæslustofnanir á Grænlandi sem hýsa fanga bæði í gæsluvarðhaldi og afplánun,“ segir Naaja.Naaja Nathanielsen, fangelsismálastjóri Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Alls verður pláss fyrir 76 fanga, þar af 40 á lokuðu deildinni, og mikið lagt upp úr kennslu, líkamsrækt og sálgæslu. Byggingarnar verða alls um átta þúsund fermetrar og kostnaður er áætlaður um 5,7 milljarðar íslenskra króna. Refsingar á Grænlandi hafa þótt frjálslyndar. Líkt og í Vernd á Íslandi eru fangar frjálsir yfir daginn og á Grænlandi geta þeir fengið leyfi til að fara á veiðar með skotvopn en undir eftirliti. „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að vera með fangelsi í grænlenskri réttarmenningu. Menn hafa meiri trú á betrun og því að refsingar stoði ekki heldur þurfi að veita fólki betri tækifæri til að halda áfram. Það hefur verið grundvallaratriði í fullnustukerfi okkar,“ segir Naaja.Stór múr verður reistur utan um lokuðu deildina. Vegir fyrir snjómoksturtæki verða lagðir meðfram múrnum til að auðvelda snjómokstur því hætta er annars talin á að fangar geti nýtt sér háa snjóskafla til að sleppa út.Til þessa hafa grænlenskir fangar sem hljóta þyngstu dómana þurft að afplána í Danmörku. Grænlendingum hefur sviðið að þeirra eigið fólk sé sent burt til afplánunar í öðru landi en um 30 grænlenskir fangar sitja nú inni í Danmörku. „Það eru þeir sem eru of hættulegir til þess að geta verið hér eða þá að glæpir þeirra hafa verið svo hrottalegir að ákveðið hefur verið að vista þá á réttargeðdeild eða lokuðu fangelsi í Danmörku.“ -En er líklegt að Grænlendingur sem til dæmis yrði dæmdur í fangelsi á Íslandi myndi afplána dóminn í þessu nýja fangelsi í Nuuk? „Ef hann er dæmdur á Íslandi fyrir glæp sem hann framdi þar þá er það íslenska kerfið sem tekur við honum. Eftir það er hægt að sækja um að hann verði fluttur aftur til Grænlands á einhverjum tímapunkti. Það er á borði íslenskra yfirvalda,“ svarar Naaja Nathanielsen.Fangelsið rís skammt utan við Nuuk og verða allir fangaklefar með útsýni út á fjörðinn. Hin forna Vestribyggð norrænna manna var í fjörðunum á þessu svæðiStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áætlað er að nýja fangelsið verði tilbúið sumarið 2018 og verður þá öllum grænlenskum föngum í Danmörku boðið að flytjast heim. Tengdar fréttir Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Verði sjómaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, ákærður og dæmdur gæti hann fengið að afplána í fyrsta lokaða fangelsi Grænlands, sem nú rís í Nuuk. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum og rætt við fangelsismálastjóra Grænlands. Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn, eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Naaja Nathanielsen er fangelsismálastjóri Grænlands: „Þetta er nýja fangelsið á Grænlandi. Þetta verður fyrsta lokaða fangelsið hér. Það verður líka opin deild. Það eru þegar sex gæslustofnanir á Grænlandi sem hýsa fanga bæði í gæsluvarðhaldi og afplánun,“ segir Naaja.Naaja Nathanielsen, fangelsismálastjóri Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Alls verður pláss fyrir 76 fanga, þar af 40 á lokuðu deildinni, og mikið lagt upp úr kennslu, líkamsrækt og sálgæslu. Byggingarnar verða alls um átta þúsund fermetrar og kostnaður er áætlaður um 5,7 milljarðar íslenskra króna. Refsingar á Grænlandi hafa þótt frjálslyndar. Líkt og í Vernd á Íslandi eru fangar frjálsir yfir daginn og á Grænlandi geta þeir fengið leyfi til að fara á veiðar með skotvopn en undir eftirliti. „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að vera með fangelsi í grænlenskri réttarmenningu. Menn hafa meiri trú á betrun og því að refsingar stoði ekki heldur þurfi að veita fólki betri tækifæri til að halda áfram. Það hefur verið grundvallaratriði í fullnustukerfi okkar,“ segir Naaja.Stór múr verður reistur utan um lokuðu deildina. Vegir fyrir snjómoksturtæki verða lagðir meðfram múrnum til að auðvelda snjómokstur því hætta er annars talin á að fangar geti nýtt sér háa snjóskafla til að sleppa út.Til þessa hafa grænlenskir fangar sem hljóta þyngstu dómana þurft að afplána í Danmörku. Grænlendingum hefur sviðið að þeirra eigið fólk sé sent burt til afplánunar í öðru landi en um 30 grænlenskir fangar sitja nú inni í Danmörku. „Það eru þeir sem eru of hættulegir til þess að geta verið hér eða þá að glæpir þeirra hafa verið svo hrottalegir að ákveðið hefur verið að vista þá á réttargeðdeild eða lokuðu fangelsi í Danmörku.“ -En er líklegt að Grænlendingur sem til dæmis yrði dæmdur í fangelsi á Íslandi myndi afplána dóminn í þessu nýja fangelsi í Nuuk? „Ef hann er dæmdur á Íslandi fyrir glæp sem hann framdi þar þá er það íslenska kerfið sem tekur við honum. Eftir það er hægt að sækja um að hann verði fluttur aftur til Grænlands á einhverjum tímapunkti. Það er á borði íslenskra yfirvalda,“ svarar Naaja Nathanielsen.Fangelsið rís skammt utan við Nuuk og verða allir fangaklefar með útsýni út á fjörðinn. Hin forna Vestribyggð norrænna manna var í fjörðunum á þessu svæðiStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Áætlað er að nýja fangelsið verði tilbúið sumarið 2018 og verður þá öllum grænlenskum föngum í Danmörku boðið að flytjast heim.
Tengdar fréttir Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15
Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55