Telur tilskipun Trumps ekki byggja á staðreyndum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:39 Hvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins Vísir/AFP James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
James Robart, bandaríski alríkisdómarinn sem sett hefur lögbann á tilskipun Trumps um ferðabann íbúa frá sjö Mið-Austurlöndum og Afríku, telur að tilskipunin byggi ekki á neinum staðreyndarlegum grunni. Bendir hann á að ekki hafi orðið nein hryðjuverk í landinu fyrir tilstilli fólks frá þessum sjö löndum sem tilskipunin tekur til, síðan 11.september 2001. Reuters greinir frá. Robart taldi því engar staðreyndir liggja að baki ákvörðun forsetans og að ekkert benti til þess að vernda þyrfti bandarísku þjóðina sérstaklega gegn einstaklingum frá þessum ríkjum. Robart nefnir að til þess að tilskipunin eigi stjórnskipunarlega rétt á sér þurfi hún því að byggja á staðreyndum fremur en skáldskap. Einnig skipti hér máli að tilskipun forsetans hafi víðtæk áhrif á landið þar sem nemendur og fólk úr atvinnulífinu sé meinað aðgang að landinu vegna þjóðerni síns. Þetta hafi því slæm áhrif á viðskiptalíf landsins og því beri að skoða tilskipunina vandlega. „Það sem við erum að sjá er að dómstólarnir eru að rísa upp gegn þessari tilskipun forsetans þar sem hún sé fullkomlega í ósamræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta eru því góðar fréttir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á fordómum Trumps og þurft að líða fyrir trú sína og þjóðerni, “ Omar Jadwat, framkvæmdarstjóri samtaka um réttindi innflytjenda. Þetta kemur frá í grein New York Times.Ákvörðun Robart er heldur ólík viðbrögðum annarra dómara sem lagt hafa lögbann á tilskipunina. Lögbann Robarts gildir um land allt. Hingað til hafa lögbönn á tilskipunina aðeins átt við einstaklinga og ekki tekið til landsins alls. Hvíta húsið hyggst stöðva lögbanniðHvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að ekki verði tekið tillit til nýja lögbannsins og að farið verði í það að reyna að stöðva lögbannið um leið og tækifæri gefist. Talsmenn Hvíta hússins leggja áherslu á að tilskipun Trumps hafi verið lögmæti og átt fyllilega rétt á sér „Tilskipun forsetans var sett til að vernda land og þjóð,“ segir í tilkynningunni og bendir á að forsetinn hafi stjórnarskrárbundna ábyrgð til þess. Í fyrstu kom einnig fram að lögbannið væri „outrageous“ eða yfirgengilegt en það orð hefur nú verið tekið út úr tilkynningunni. Tilkynningu Hvíta hússins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira