Gátu loks ferðast til Bandaríkjanna þegar tilskipun Trumps var felld úr gildi: „Áttaði mig á því að mig væri ekki að dreyma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 23:30 Fuad Zharef og Nael Zanor eru meðal þeirra þúsunda einstaklinga sem tilskipun Trump hafði áhrif á. Vísir/EPA Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“ Flóttamenn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“
Flóttamenn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira