Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 22:12 Birgir Jakobsson. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða. Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða.
Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38