Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. Í grein í Fréttablaðinu í dag segist Kári tvisvar hafa boðið fram þjónustu ÍE til að rannsaka lífsýni af glæpavettvangi. Hann vitnar til orða dómsmálaráðherra í blaðaviðtali um að samstarf hér á landi í þessum efnum svari ekki kostnaði. Fyrir hendi sé góður samningur við sænskt rannsóknarfyrirtæki. Kári segir ÍE hafa boðist til að annast verkefnið ókeypis. „Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni,“ skrifar Kári sem kveður ráðherra fara með „ábyrgðarlaust blaður.“ Þá vitnar hann jafnframt í orð Sigríðar í viðtalinu þar sem hún segir að það sé líka sjónarmið að hafa starfsemina erlendis vegna smæðar samfélagsins. Gefur Kári lítið fyrir þetta: „Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.“ Kári segir ljóst að dómsmálaráðherra líði „ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. Í grein í Fréttablaðinu í dag segist Kári tvisvar hafa boðið fram þjónustu ÍE til að rannsaka lífsýni af glæpavettvangi. Hann vitnar til orða dómsmálaráðherra í blaðaviðtali um að samstarf hér á landi í þessum efnum svari ekki kostnaði. Fyrir hendi sé góður samningur við sænskt rannsóknarfyrirtæki. Kári segir ÍE hafa boðist til að annast verkefnið ókeypis. „Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni,“ skrifar Kári sem kveður ráðherra fara með „ábyrgðarlaust blaður.“ Þá vitnar hann jafnframt í orð Sigríðar í viðtalinu þar sem hún segir að það sé líka sjónarmið að hafa starfsemina erlendis vegna smæðar samfélagsins. Gefur Kári lítið fyrir þetta: „Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.“ Kári segir ljóst að dómsmálaráðherra líði „ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00