Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. Í grein í Fréttablaðinu í dag segist Kári tvisvar hafa boðið fram þjónustu ÍE til að rannsaka lífsýni af glæpavettvangi. Hann vitnar til orða dómsmálaráðherra í blaðaviðtali um að samstarf hér á landi í þessum efnum svari ekki kostnaði. Fyrir hendi sé góður samningur við sænskt rannsóknarfyrirtæki. Kári segir ÍE hafa boðist til að annast verkefnið ókeypis. „Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni,“ skrifar Kári sem kveður ráðherra fara með „ábyrgðarlaust blaður.“ Þá vitnar hann jafnframt í orð Sigríðar í viðtalinu þar sem hún segir að það sé líka sjónarmið að hafa starfsemina erlendis vegna smæðar samfélagsins. Gefur Kári lítið fyrir þetta: „Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.“ Kári segir ljóst að dómsmálaráðherra líði „ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. Í grein í Fréttablaðinu í dag segist Kári tvisvar hafa boðið fram þjónustu ÍE til að rannsaka lífsýni af glæpavettvangi. Hann vitnar til orða dómsmálaráðherra í blaðaviðtali um að samstarf hér á landi í þessum efnum svari ekki kostnaði. Fyrir hendi sé góður samningur við sænskt rannsóknarfyrirtæki. Kári segir ÍE hafa boðist til að annast verkefnið ókeypis. „Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni,“ skrifar Kári sem kveður ráðherra fara með „ábyrgðarlaust blaður.“ Þá vitnar hann jafnframt í orð Sigríðar í viðtalinu þar sem hún segir að það sé líka sjónarmið að hafa starfsemina erlendis vegna smæðar samfélagsins. Gefur Kári lítið fyrir þetta: „Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.“ Kári segir ljóst að dómsmálaráðherra líði „ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00