Enski boltinn

Hjörvar bar númer Jesú Krists á undan Gabriel Jesus

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hjörvar Hafliðason, fótboltasérfræðingur 365, útskýrði fyrir Guðmundi Benediktssyni og Bjarna Guðjónssyni í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi hvers vegna Gabriel Jesus, leikmaður Manchester City, er númer 33.

Það er vegna þess að Jesú Kristur er sagður hafa dáið á krossinum 33 ára gamall en Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus er trúaður drengur.

Hjörvar vildi sýna Gumma og Bjarna að hann var fyrri til að bera númer frelsarans en það gerði hann er hann sat á varamannabekk Stoke á sínum tíma. Þá var Hjörvar númer 33.

„Hann dó á krossinum 33 ára fyrir syndir þínar,“ sagði Hjörvar við Guðmund Benediktsson sem hló dátt.

Þetta bráðskemmtilega brot úr Messu gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×