„Courtois var stórkostlegur og ein stærsta ástæða fyrir því að Chelsea varð meistari.“
Gummi Ben gaf lítið fyrir þessa skoðun Hjörvars og benti honum á að hann hefði aldrei valið hann í lið umferðarinnar í vetur.
„Kannski var hann bara alltaf næstbesti markvörðurinn í öllum umferðunum. Hann var frábær.“
Gummi og Bjarni Guðjóns þjörmuðu nokkuð hraustlega að Hjörvari en sjá má þessa skemmtilegu umræðu hér að neðan.