Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 14:21 Meðlimir SDF á göngu nærri Raqqa. Vísir/AFP Bandalag vopnaðra hópa í Sýrlandi hefur fengið brynvarðar bifreiðar frá Bandaríkjunum til að nota í bardögum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces eða SDF segja þetta til marks um aukinn stuðning frá Bandaríkjunum, en líklegt þykir að aðstoðin muni reiða yfirvöld í Tyrklandi. Stærsti hópur SDF eru kúrdíski hópurinn YPG en hann hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, sem yfirvöld þar skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og hafa rekið vígamenn samtakanna frá stórum hluta landsins, með stuðningi frá sérsveitum og loftárásum Bandaríkjanna. Nú sækja SDF gegn Raqqa, höfuðborg ISIS, og undirbúa að loka síðustu leiðinni úr borginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Við höfum ekki fengið stuðning í þessu formi áður. Við höfum fengið létt vopn og skotfæri,“ segir Talal Silo, talsmaður SDF, við Reuters. „Það eru ummerki um meiri stuðning frá nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.“ Þó tók hann fram að ekki væri um margar bifreiðar að ræða, án þess að gefa upp fjölda þeirra. Markmið SDF er að umkringja Raqqa en fyrst ætla þeir að hertaka veginn á milli borgarinnar og Deir al-Zor-héraðs. ISIS-liðar stjórna því nánast öllu og hafa á undanförnum vikum lagt mikið kapp í að ná tökum á nokkrum smáum svæðum sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn. Með því að ná þeim vegi myndi SDF veita ISIS þungt högg. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Bandalag vopnaðra hópa í Sýrlandi hefur fengið brynvarðar bifreiðar frá Bandaríkjunum til að nota í bardögum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces eða SDF segja þetta til marks um aukinn stuðning frá Bandaríkjunum, en líklegt þykir að aðstoðin muni reiða yfirvöld í Tyrklandi. Stærsti hópur SDF eru kúrdíski hópurinn YPG en hann hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi, sem yfirvöld þar skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS í Sýrlandi og hafa rekið vígamenn samtakanna frá stórum hluta landsins, með stuðningi frá sérsveitum og loftárásum Bandaríkjanna. Nú sækja SDF gegn Raqqa, höfuðborg ISIS, og undirbúa að loka síðustu leiðinni úr borginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Við höfum ekki fengið stuðning í þessu formi áður. Við höfum fengið létt vopn og skotfæri,“ segir Talal Silo, talsmaður SDF, við Reuters. „Það eru ummerki um meiri stuðning frá nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.“ Þó tók hann fram að ekki væri um margar bifreiðar að ræða, án þess að gefa upp fjölda þeirra. Markmið SDF er að umkringja Raqqa en fyrst ætla þeir að hertaka veginn á milli borgarinnar og Deir al-Zor-héraðs. ISIS-liðar stjórna því nánast öllu og hafa á undanförnum vikum lagt mikið kapp í að ná tökum á nokkrum smáum svæðum sem stjórnarher Bashar al-Assad stjórnar enn. Með því að ná þeim vegi myndi SDF veita ISIS þungt högg.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22
Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34