Vilja óbreytt samstarf Þórs og KA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 07:00 Anna Rakel Pétursdóttir í leik með Þór/KA síðastliðið sumar. Þór/KA hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. vísir/Anton Þrátt fyrir yfirlýsingu aðalstjórnar KA um að félagið muni ekki endurnýja samstarfssamning við Þór um sameiginlegan rekstur kvennaliða í handbolta og fótbolta á Akureyri eru forráðamenn Þórs vongóðir um hið gagnstæða. Samstarfið hófst árið 2001 og hefur skilað góðum árangri, þá sérstaklega knattspyrnumegin. Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 og hefur undanfarin tímabil haldið sér í efri hluta efstu deildar kvenna. Eiríkur S. Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði við Vísi í fyrradag að félagið vildi koma á fót eigin knattspyrnuliðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna, meðal annars til að koma til móts við fjölgun iðkenda í yngri flokkum. Það hafi verið ósk iðkenda og foreldra þeirra. Eiríkur viðurkennir að fyrst um sinn myndu tvö lið, sitt í hvoru lagi, ekki vera jafn sterkt og sameinað lið Þórs/KA. „En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ sagði hann.Best fyrir leikmenn Kvennaráð Þórs/KA fundaði með bæði knattspyrnudeild og aðalstjórn Þórs í fyrrakvöld og var það einróma ákvörðun aðila að Þór/KA myndi spila í Pepsi-deild kvenna. Starfið myndi halda áfram, um sinn, í óbreyttri mynd. „Við viljum halda áfram að gera góða hluti og vonandi sem lengst. Svo meta menn hvað er best að gera,“ sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Ég held að það sé hagur kvennaknattspyrnu á Akureyri að samstarfið haldi áfram. Gleymum ekki að hafa í huga hvað sé besti kosturinn fyrir leikmennina.“ Árni og Aðalsteinn eru sammála um að það sé einlægur vilji kvennaráðsins og Þórs að samstarfið haldi áfram. Þeir vilja þó ekki tjá sig að neinu leyti um afstöðu KA. „Ég veit ekki hvað er að baki yfirlýsingunni hjá KA,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef átt góða fundi með knattspyrnudeild KA í vetur og trúi því að menn vinni áfram að því að búa til gott starf.“Leitað í myrkri Nói Björnsson er í forsvari fyrir kvennaráð Þórs/KA og hefur verið í fjöldamörg ár. Hann segir að nú þegar ákveðið hafi verið að halda ótrauð áfram sé gott að leyfa rykinu að setjast á ný. „Það er ekki nokkur áhugi hjá kvennaráðinu að breyta einu né neinu. Það ríkir mikil sátt um okkar starf og maður heyrir að fólk er slegið vegna þessa,“ sagði hann. „Við hefðum viljað setjast niður og fara betur yfir málin. Kannski er hægt að finna sameiginlegan flöt sem við sjáum ekki í því myrkri sem ríkir núna.“ Nói viðurkennir að farvegur málsins nú sé ekki nógu góður. „Við erum bjartsýn og höfum kallað eftir fundum. Við viljum að fólk setjist niður og skiptist á skoðunum,“ segir hann. Eiríkur sagði við Vísi í fyrradag að umræðan í bæjarfélaginu, til dæmis á samfélagsmiðlum, væri oft hatrömm og að samskiptin á milli félaganna hafi ekki alltaf verið góð. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt,“ sagði Eiríkur Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Þrátt fyrir yfirlýsingu aðalstjórnar KA um að félagið muni ekki endurnýja samstarfssamning við Þór um sameiginlegan rekstur kvennaliða í handbolta og fótbolta á Akureyri eru forráðamenn Þórs vongóðir um hið gagnstæða. Samstarfið hófst árið 2001 og hefur skilað góðum árangri, þá sérstaklega knattspyrnumegin. Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 og hefur undanfarin tímabil haldið sér í efri hluta efstu deildar kvenna. Eiríkur S. Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagði við Vísi í fyrradag að félagið vildi koma á fót eigin knattspyrnuliðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna, meðal annars til að koma til móts við fjölgun iðkenda í yngri flokkum. Það hafi verið ósk iðkenda og foreldra þeirra. Eiríkur viðurkennir að fyrst um sinn myndu tvö lið, sitt í hvoru lagi, ekki vera jafn sterkt og sameinað lið Þórs/KA. „En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel,“ sagði hann.Best fyrir leikmenn Kvennaráð Þórs/KA fundaði með bæði knattspyrnudeild og aðalstjórn Þórs í fyrrakvöld og var það einróma ákvörðun aðila að Þór/KA myndi spila í Pepsi-deild kvenna. Starfið myndi halda áfram, um sinn, í óbreyttri mynd. „Við viljum halda áfram að gera góða hluti og vonandi sem lengst. Svo meta menn hvað er best að gera,“ sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Ég held að það sé hagur kvennaknattspyrnu á Akureyri að samstarfið haldi áfram. Gleymum ekki að hafa í huga hvað sé besti kosturinn fyrir leikmennina.“ Árni og Aðalsteinn eru sammála um að það sé einlægur vilji kvennaráðsins og Þórs að samstarfið haldi áfram. Þeir vilja þó ekki tjá sig að neinu leyti um afstöðu KA. „Ég veit ekki hvað er að baki yfirlýsingunni hjá KA,“ sagði Aðalsteinn. „Ég hef átt góða fundi með knattspyrnudeild KA í vetur og trúi því að menn vinni áfram að því að búa til gott starf.“Leitað í myrkri Nói Björnsson er í forsvari fyrir kvennaráð Þórs/KA og hefur verið í fjöldamörg ár. Hann segir að nú þegar ákveðið hafi verið að halda ótrauð áfram sé gott að leyfa rykinu að setjast á ný. „Það er ekki nokkur áhugi hjá kvennaráðinu að breyta einu né neinu. Það ríkir mikil sátt um okkar starf og maður heyrir að fólk er slegið vegna þessa,“ sagði hann. „Við hefðum viljað setjast niður og fara betur yfir málin. Kannski er hægt að finna sameiginlegan flöt sem við sjáum ekki í því myrkri sem ríkir núna.“ Nói viðurkennir að farvegur málsins nú sé ekki nógu góður. „Við erum bjartsýn og höfum kallað eftir fundum. Við viljum að fólk setjist niður og skiptist á skoðunum,“ segir hann. Eiríkur sagði við Vísi í fyrradag að umræðan í bæjarfélaginu, til dæmis á samfélagsmiðlum, væri oft hatrömm og að samskiptin á milli félaganna hafi ekki alltaf verið góð. „Fylgstu bara með umræðum á samfélagsmiðlum. Ég ætla ekki að segja meira um það. Þetta er bara heitt mál og það er keppnisskap í öllum. Menn segja margt,“ sagði Eiríkur
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15 Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða. 18. janúar 2017 14:15
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01
Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar Einlægur vilji Þórs að halda óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri sameiginlegs kvennaliðs Þórs og KA. 19. janúar 2017 13:45