Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 19:30 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira